UMHV2SL05
Umhverfisfræði
Í umhverfisfræði munu nemendur kynnast og verða meðvitaðri um umhverfisvernd. Nemendur kynnast hvernig breyttir lifnaðarhættir hafa áhrif á umhverfið. Kynnast helstu umhverfisvandamálum jarðarinnar eins og mengun, veðurfarsbreytingar, dýr í útrýmingarhættu, auðlindaþurrð o.fl.. Kynnt verða sérstaklega hugtökin „burðargeta“ og „sjálfbærni.
Einnig verða nemendur þjálfaðir í að túlka gögn sem tengjast umhverfismálum á gagnrýninn hátt. Nemendur munu vinna með gögn sem tengjast umhverfismálum frá t.d. ráðuneytum, öðrum opinberum stofnunum, ásamt fréttum og alþjóðlegum stofnunum.
Viðfangsefni:
Vistvænir lifnaðarhættir.
Vistvænar framleiðsluaðferðir.
Umhverfisvernd.
Umhverfisvandamál.
Umhverfishagfræði.
Sjálfbær þróun og auðlindanýting.
Samningar og sáttmálar sem Ísland er aðili að Náttúruleg verðmæti.
Maðurinn og náttúran.
Efnisatriði viðfangsefna áfangans geta verið breytileg milli anna en hér að neðan má sjá upptalningu efnisatriða sem meðal annars geta verið hluti af áfanganum. Sjálfbær þróun, sjálfbær nýting, auðlind, nytjastofn, rányrkja, mengun, fólksfjölgun, endurnýting, vistvænar neysluvenjur, staðardagskrár, umhverfismat, umhverfisáhrif, þátttökulýðræði, upplýsingaskylda, komandi kynslóðir, umhverfisvandi, alþjóðasáttmálar, gróðurhúsaáhrif, ósonþynning, geislavirkni, þrávirk lífræn spilliefni, líffræðilegur fjölbreytileiki, tegundaútdauði, válisti, gróður- og jarðvegseyðing, landgræðsla, landgræðsluskógar, eyðing votlendis, vistheimt, öræfi, virkjanir, stóriðja, ofbeit, lífræn ræktun, ábyrgð þjóða og einstaklinga, umhverfisvernd og umhverfisverndarhyggja, mannhverf, lífhverf og visthverf viðhorf til náttúrunnar, heildarhyggja og einstaklingshyggja, nytjagildi, eigingildi, gildismat, siðgæði, fegurðargæði, sjálfbær efnahagsþróun, hagvöxtur, hagkvæmni, frumvinnsla og endurvinnsla, hagstjórnartæki, umhverfisskattar, arðsemismat, umhverfiskostnaður, umhverfisstefna, umhverfisvottun, umhverfismerking, náttúrusýn, eddukvæði, landvættir, þjóðsögur, náttúra og trúarbrögð, sveitarómantík, sjálfstæðisbarátta, náttúruhamfarir, fólksflótti, landslagsmálverk, sveitamenning, borgarmenning, náttúrufirring.
Tekið úr aðalnámskrá framhaldsskóla frá 1999: https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/ritogskyrslur/AFnatturufraedi.pdf
- Skilaverkefni 30%
- Rannsóknaverkefni 30%
- Lokapróf 40%
Vistfræði og umhverfismál eftir Margréti Auðunsdóttur. Bókin fæst á skrifstofu Verzlunarskóla Íslands.