
Skráningarlisti á OPIÐ HÚS
Fimmtudaginn 6. mars opnar Verzlunarskóli Íslands dyr sínar fyrir nemendum sem eru að ljúka 10. bekk í vor.
Boðið verður upp á klukkutíma heimsókn í skólann þar sem nám skólans verður kynnt og boðið verður upp á Verzlólestina sem fer um skólann. Þá verður hægt að kynna sér betur námsbrautir skólans með samtali við starfsmenn og nemendur. Mikilvægt er að skrá sig á meðfylgjandi skráningarskjal á þá tímasetningu sem hentar best. Tekið verður á móti 200 gestum í hverjum hópi. Hægt er að velja um fjórar tímasetningar fyrir heimsókn. Við hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst og nýta sér þetta tækifæri til þess að kynna sér betur það sem skólinn hefur upp á að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!