Lokapróf
Lokapróf í húsnæði Verzlunarskóla Íslands
Lokaprófin fara fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands.
Lokapróf annars staðar en í húsnæði Verzlunarskóla Íslands
Þeir sem ekki geta tekið prófin sín í húsnæði Verzlunarskólans, þurfa að tilkynna það með því að senda tölvupóst á netfangið fjarnam@verslo.is.
Úti á landi hafa framhaldsskólar og grunnskólar séð um prófin fyrir okkur. Erlendis hafa starfsmenn sendiráða og ræðismannaskrifstofa séð um próf, einnig er hægt að taka próf í skólastofnun eða á örðum viðurkenndum stað í næsta nágrenni við bústað nemanda.
Sjúkra- og árekstraprófsdagur
Sjúkra- og árekstraprófsdagur er síðasti dagur í próftöflunni. Öllum er heimilt að flytja hvaða próf sem þeir vilja á þann dag og er óþarfi að framvísa læknisvottorði til þess. Tilkynna þarf um færlsu á prófi í síðasta lagi daginn sem prófið á að vera.
Tvö próf sama dag
Þeir sem lenda í því að fá tvö próf sama dag geta annað hvort:
- Tekið tvö próf sama daginn.
- Frestað öðru prófinu til sjúkra- og árekstraprófsdags. Tilkynna þarf um færslu á prófi í síðasta lagi daginn sem prófið á að vera.