ALÞ203

Í alþjóðafræði 203 er fjallað um þróun Evrópusamvinnunar og helstu stofnanir Evrópusambandsins. Ennfremur er farið ítarlega í sögu, menningu og samfélagi ríkja Austur-Evrópu. Reynt verður eftir fremsta megni að tengja námsefnið Íslandi og farið verður vel í þær stofnanir sem…

Í alþjóðafræði 203 er fjallað um þróun Evrópusamvinnunar og helstu stofnanir Evrópusambandsins. Ennfremur er farið ítarlega í sögu, menningu og samfélagi ríkja Austur-Evrópu. Reynt verður eftir fremsta megni að tengja námsefnið Íslandi og farið verður vel í þær stofnanir sem Ísland á aðild að.

Lokapróf gildir 70% á móti vinnueinkunn sem gildir 30%. Hún er samsett af annarprófum (10%) og verkefni (20%).

  • Að nemendur öðlist þekkingu á sögu og þróun Evrópusamvinnunnar og -sambandsins. Áhersla verður lögð á að þeir þekki til sögu og hlutverks þeirra alþjóðastofanana sem Ísland á aðild að. Þá fái þeir staðgóða yfirsýn yfir sögu og menningu ríkja Austur-Evrópu og verðir færir um að greina stöðu mála þar í fortíð og nánustu framtíð.

  • Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks verkefnavinna nemenda, þar sem leitast er við að tengja efni áfangans vandamálum einstakra ríkja. Verkefnavinnan felst í að kanna einstök lönd m.t.t. markaðssetningar og framsetingar. Í því er fléttað saman alþjóðafræði, markaðsfræði og upplýsingafræði.

  • Upphaf Evrópusamvinnunnar og Evrópusambandsins. EFTA. Stofnanir Evrópusambandsins. Gengissamstarfið og stækkun sambandsins á síðari árum. Austur-Evrópa: Pólland, Ungverjaland, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía og Búlgaría.