ALÞJ2IA05

Inngangur að alþjóðafræði

  • Einingar5

Í áfanganum er fjallað um alþjóðakerfið og valdir þættir þess skoðaðir sérstaklega. Varpað er ljósi á alþjóðasamskipti, þ.á.m. þátttöku Íslands í þeim. Þá er fjallað um samvinnu Evrópuríkja á síðustu áratugum og tiltekin ríki skoðuð sérstaklega. Áhersla er lögð á…

  • Í áfanganum er fjallað um alþjóðakerfið og valdir þættir þess skoðaðir sérstaklega.
  • Varpað er ljósi á alþjóðasamskipti, þ.á.m. þátttöku Íslands í þeim.
  • Þá er fjallað um samvinnu Evrópuríkja á síðustu áratugum og tiltekin ríki skoðuð sérstaklega.
  • Áhersla er lögð á virkni nemenda og fjölbreytni í gagnanotkun og framsetningu.
  • Verkefnin felast í skriflegum verkefnum þar sem tekin er sjálfstæð afstaða til fyrirliggjandi námsefnis og hóp- og paraframsöguverkefnum.
  • Gert er ráð fyrir að nemendur sæki kennslustundir og taki virkan þátt í umræðum og verkefnavinnu.

Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn vegur því sem næst jafnmikið og er að mestu gefin út frá mati á verkefnum, mati á viðhorfum og virkni í námi og annarprófi.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Hugtökum, kenningum, viðfangsefnum og aðferðum greinarinnar.

  • Mismunandi sjónarhornum á alþjóðleg gildi og siðferði.

  • Þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.

  • Réttindum og skyldum í alþjóðasamfélaginu og takmörkunum þeirra.

  • Helstu alþjóðastofnunum og -samtökum, sögu þeirra og tilgangi.

  • Stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu og helstu áhrifavöldum hennar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.

  • Vinna á skilvirkan hátt, sýna frumkvæði og samvinnu við nám og störf.

  • Verja rökstudda afstöðu sína.

  • Taka þátt í umræðu og greina samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt.

  • Beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna.

  • Beita upplýsingatækni við þekkingarleit.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Taka þátt í málefnalegum umræðum.

  • Rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.

  • Útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum.

  • Efla siðferðilega dómgreind sína.

  • Greina upplýsingar og efni fjölmiðla um alþjóðleg málefni á gagnrýninn hátt.

  • Greina áhrif umhverfis, sögu og menningar á stöðu ríkja í alþjóðasamfélaginu.

  • Skýra samspil mannréttinda og samfélagslegra skyldna.

  • Sýna frumkvæði í verkum sínum og samskiptum.

  • Auka framtíðarmöguleika sína í áframhaldandi námi eða starfi og daglegum viðfangsefnum.