Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Alþjóðafræði III: Heimsmálin
Í áfanganum er fjallað um alþjóðakerfið og samskipti ríkja. Hvað stýrir utanríkisstefnu ríkja og hvernig alþjóðakerfið einkennist bæði af samvinnu og samkeppni. Sjónarhorninu er aðallega beint að löndum utan Evrópu, einkum þá stærstu ríkjum Asíu og Ameríku. Efnisyfirferð er að…
ALÞJ2IA05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum, kenningum og viðfangsefnum sem tengjast alþjóðamálum og aljþjóðlegum samskiptum.
Mismunandi sjónarhornum á alþjóðleg gildi og siðferði.
Þýðingu stjórnarfars og mismunandi gerðum þess.
Þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.
Helstu þáttum sem einkenna og stýra utanríkisstefnu ríkja og þátttöku þeirra í alþjóðasamfélagi.
Traustum og ótraustum heimildum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.
Vinna á skilvirkan hátt, sýna frumkvæði og samvinnu við nám og störf.
Verja rökstudda afstöðu sína í ræðu og riti.
Taka þátt í umræðu og greina alþjóðleg samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt.
Beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna.
Að leita sjálf uppi traustar heimildur um alþjóðleg mál.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.
Útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum.
Efla siðferðilega dómgreind sína og vera meðvitaður um ólíka siði eftir menningarsamfélögum.
Greina upplýsingar og efni fjölmiðla um alþjóðleg málefni á gagnrýninn hátt.
Skýra samspil mannréttinda og samfélagslegra skyldna og hvernig arfur sögunnar (nýlendutímans) hefur haft áhrif á þróun mála í ríkjum utan Evrópu.
Hafa tileinkað sér tungutak og hugsun sem einkennist af skilningi alþjóðasamkiptum.