Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Alþjóðamál og samfélag
Í áfanganum er fjallað um alþjóðakerfið, alþjóðleg viðskipti og ólíkar viðskiptavenjur. Sjónarhorninu er einkum beint að ríkjum utan Evrópu, einkum þá Kína, Indlandi og ríkjum Ameríku. Kennsluaðferðir eru í meginatriðum þrenns konar. Í fyrsta lagi eru fyrirlestrar kennara þar sem…
Námsmat byggir á lokaprófi og verkefnum, smærri og stærri sem nemendur vinna yfir önnina.
ALÞJ2IA05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Hugtökum, kenningum og viðfangsefnum sem tengjast alþjóðlegum viðskiptum og viðskiptamenningu.
Arfi nýlendutímans og hvernig nýlendustefnan hefur haft áhrif á sögu, menningu og samfélag þjóða utan Evrópu.
Mismunandi sjónarhornum á alþjóðleg gildi og siðferði.
Þýðingu stjórnarfars og mismunandi gerðum þess.
Þýðingu greinar fyrir upplýsta samfélagslega umræðu og gagnrýna hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja viðfangsefni fram á skýran, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt.
Vinna á skilvirkan hátt, sýna frumkvæði og samvinnu við nám og störf.
Verja rökstudda afstöðu sína í ræðu og riti.
Taka þátt í umræðu og greina alþjóðleg samfélagsleg málefni á gagnrýninn hátt.
Beita kenningum á viðfangsefni greinar og við lausn hagnýtra verkefna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Rökræða skoðanir annarra á yfirvegaðan og fordómalausan hátt.
Útskýra viðhorf fólks á ýmsum stöðum og tímum.
Efla siðferðilega dómgreind sína og vera meðvitaður um ólíka siði eftir menningarsamfélögum.
Greina upplýsingar og efni fjölmiðla um alþjóðleg málefni á gagnrýninn hátt.
Skýra samspil mannréttinda og samfélagslegra skyldna og hvernig arfur sögunnar (nýlendutímans) hefur haft áhrif á þróun mála í ríkjum utan Evrópu.
Vinna að gerð lokaverkefnis þar sem þræðir áfangans eru teknir saman og nýttir til að vinna úr upplýsingum.
Vera fær um að miðla upplýsingum á fjölbreyttan hátt þar sem tekið er mið af ólíkum aðstæðum, menningu og samfélagsgerð.
Hafa tileinkað sér tungutak og hugsun sem einkennist af skilningi á ólíkum menningarlegum gildum og siðferði.