Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Bókfærsla og rekstrarhagfræði
Bókfærsluhluti áfangans byggist á verkefnavinnu nemenda, dæmatímum og fyrirlestrum. Til að byrja með vinna nemendur verkefnin í dagbók til að ná undirstöðuatriðum bókfærslunnar og temja sér rétt vinnubrögð. Þegar náðst hefur skilningur á færslu bókhalds eru verkefnin unnin í Excel.…
Námsmat áfangans byggir á skilaverkefnum nemenda, skyndiprófum og lokaprófi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnhugtökum bókfærslu.
Helstu kostnaðar- og tekju hugtökum rekstrarhagfræðinnar.
Einfaldri áætlanagerð.
Hvernig tvíhliða bókhald virkar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja fram tvíhliða bókhald.
Færa einfalt uppgjör.
Setja fram einfaldan efnahags- og rekstrarreikning.
Reikna út kostnað, tekur, afkomu og núllpunkt.
Reikna framlegð.
Gera einfaldar rekstrar- og greiðsluáætlanir auk áætlaðan efnahagsreikning.
Reikna út algengar kennitölur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil.
Stilla upp prófjöfnuði.
Gera einfaldar lokafærslur fyrir uppgjör.
Útfæra einfaldar launafærslur.
Búa yfir skilningi á mismunandi kostnaði fyrirtækja.
Skilja samhengi í rekstri fyrirtækja og mikilvægi áætlanagerðar.
Skilja og túlka tölulegar upplýsingar sem varða rekstur fyrirtækja.
Túlka niðurstöður kennitöluútreikninga.
Gera sér grein fyrir verðmætasköpun fyrirtækja.