BÓKF1GA03

Bókfærsla

  • Einingar3

Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði bókhalds. Algengustu reikningar eru kenndir og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið er í dagbókarfærslur og prófjöfnuður kenndur. Kennd er gerð einfalds efnahags- og rekstrareiknings og farið yfir gerð reikningsjöfnuðar með…

Í áfanganum er fjallað um grundvallaratriði bókhalds. Algengustu reikningar eru kenndir og flokkun þeirra í eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Farið er í dagbókarfærslur og prófjöfnuður kenndur. Kennd er gerð einfalds efnahags- og rekstrareiknings og farið yfir gerð reikningsjöfnuðar með einföldum athugasemdum. Mikil áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð nemenda og góðan frágang. Öll verkefni eru unnin í Excel.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grunnhugtökum bókfærslu.

  • Debet og kredid.

  • Eignum og skuldum.

  • Gjöldum og tekjum.

  • Bókhaldshringrás og bókhaldsreikningum.

  • Efnahags- og rekstrarreikningum.

  • Millifærslum, athugasemdum, álagningu, afskriftum og vöxtum.

  • Hvernig tvíhliða bókhald virkar.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Setja fram tvíhliða.

  • Færa einfalt uppgjör.

  • Setja fram einfaldan efnahags- og rekstrarreikning.

  • Reikna út kostnað, tekjur og afkomu.

  • Reikna út algengar kennitölur.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gera upp viðskipti fyrir ákveðið tímabil.

  • Stilla upp prófjöfnuði.

  • Gera einfaldar lokafærslur fyrir uppgjör.

  • Útfæra einfaldar launafærslur.

  • Búa yfir skilningi á mismunandi kostnaði fyrirtækja.