Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Framhaldsáfangi í bókfærslu og tölvubókhald
Í áfanganum læra nemendur að færa ítarlegra bókhald og vinna bæði með dagbókarfærslur og reikningsjöfnuð. Nemendur læra um hlutabréf, skuldabréf, verðtryggingu, erlend viðskipti, gengishagnað og -tap. Einnig er farið í laun og launabókhald, hlutafé og arðgreiðslur.
Í áfanganum er lokapróf sem samanstendur af skriflegu prófi og prófi sem leyst er á tölvu. Lokaprófið gildir á móti ýmis konar vinnu, skyndiprófum og verkefnum sem og ástundun nemandans.
BÓKF1BR05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mati vörubirgða.
Bókhaldslegri meðferð skuldabréfa og hlutabréfa.
Mismunandi félagaformi fyrirtækja.
Afskrfitir og fyrningu fastafjármuna.
Vísitölur og verðbætur.
Erlend viðskipti, gengishagnað og -tap.
Hlutafélagi og arðgreiðslum.
Laun og launabókhald.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Reikna meðalálagninu vörubirgða.
Reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af skuldabréfum.
Reikna og bóka afföll skuldabréfa.
Bóka færslur sem tengdar eru hlutabréfaeign.
Reikna og bóka arðgreiðslur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Færa bókhald.
Vinna sjálfstætt.
Afla gagna og vinna með upplýsingar úr bókhaldi svo sem að finna afkomutölur fyrir tiltekið tímabil, sölu- og framlegðartölur.