BÓKF2BT05
Framhaldsáfangi í bókfærslu og tölvubókhald
- Einingar5
Í áfanganum læra nemendur að færa flóknara bókhald bæði dagbókarfærslur og uppgjör, færa endurmat fyrirtækja og uppgjör á T-reikningum. Einnig læra nemendur um skuldabréf og afföll sem þeim tengjast og verðtryggingu skuldabréfa. Kynnt er hvernig nota má upplýsingakerfi á borð…
- Í áfanganum læra nemendur að færa flóknara bókhald bæði dagbókarfærslur og uppgjör, færa endurmat fyrirtækja og uppgjör á T-reikningum.
- Einnig læra nemendur um skuldabréf og afföll sem þeim tengjast og verðtryggingu skuldabréfa.
- Kynnt er hvernig nota má upplýsingakerfi á borð við Microsoft Dynamics Nav til færslu bókhalds.
- Nemendur kynnast ótvíræðum kostum þess að færa bókhald með aðstoð tölvu.
- Helstu kerfi eru kynnt svo sem fjárhags-, viðskipta-, sölu-, birgða-, lánadrottna- og launakerfi ásamt því hvernig kerfin mynda eina heild.
- Kennsla byggist á innlögn kennara, umræðum, dæmatímum og verkefnavinnu.
- Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð.
- Nemendur vinna mest sjálfstætt, einir eða í hóp.
Í áfanganum er lokapróf sem samanstendur af skriflegu prófi og prófi sem leyst er á tölvu. Lokaprófið gildir á móti ýmis konar vinnu, skyndiprófum og verkefnum sem og ástundun nemandans.
BÓKF1BR05.
Mati vörubirgða.
Bókhaldslegri meðferð skuldabréfa og hlutabréfa.
Mismunandi réttarformi fyrirtækja.
Mismunandi afskriftarreglum.
Vísitölu og verðbótum.
Sölu og sameiningu fyrirtækja.
Uppsetningu bókhaldslykils, vörunúmera, viðskiptamanna og lánadrottna.
Uppsetningu kennitalna til upplýsingaöflunar úr bókhaldi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Reikna meðalálagninu vörubirgða.
Reikna og bóka verðbætur, vexti og afborganir af skuldabréfum.
Reikna og bóka afföll skuldabréfa.
Bóka færslur sem tengdar eru hlutabréfaeign.
Reikna og bóka arðgreiðslur.
Nota viðskiptahugbúnað til færslu fjárhags-, sölu-, viðskipta-, birgða- , lánadrottna-og launabókhalds og skilji tengsla kerfanna.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Færa bókhald.
Vinna sjálfstætt.
Starfa með viðskiptahugbúnað, sér í lagi upplýsingakerfið Microsoft Dynamics Nav.
Afla gagna og vinna með upplýsingar úr bókhaldi svo sem að finna afkomutölur fyrir tiltekið tímabil, sölu- og framlegðartölur fyrir einstakar vörutegundir, prenta skuldalista og launaseðla o.s.frv.
Stofna nýja bókhaldslykla.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: