BÓKF3SS05

Bókfærsla, sjóðstreymi og skattauppgjör

  • Einingar5

Nemendur læra að gera upp bókhald út frá ófullkomnum upplýsingum og um sameiningu fyrirtækja. Nemendur læra að setja upp sjóðstreymi og taka tillit til skattareglna í uppgjöri. Einnig læra þeir að meta gengi hlutabréfa. Kennslan byggist á innlögnum, umræðum, dæmatímum…

  • Nemendur læra að gera upp bókhald út frá ófullkomnum upplýsingum og um sameiningu fyrirtækja.
  • Nemendur læra að setja upp sjóðstreymi og taka tillit til skattareglna í uppgjöri.
  • Einnig læra þeir að meta gengi hlutabréfa. Kennslan byggist á innlögnum, umræðum, dæmatímum og verkefnavinnu.
  • Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og geri sér grein fyrir eigin ábyrgð.
  • Nemendur vinna mest sjálfstætt, einir eða í hóp.

Í lok áfangans er skriflegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, skyndiprófum, verkefnum og ástundun nemandans á önninni. Skriflega lokaprófið samanstendur af skattalegu uppgjör, sjóðstreymi, sameiningu fyrirtækja og ársreikningi út frá takmörkuðum upplýsingum.

BÓKF1BR05 og BÓKF2BT05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Skattareglum.

  • Reglum um framsetningu og innihald ársreikninga.

  • Verðmætamati fyrirtækja.

  • Framsetningu sjóðstreymis.

  • Sameiningu fyrirtækja.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Færa uppgjör með flóknum athugasemdum.

  • Taka tillit til skattalegra ráðstafana.

  • Semja ársreikninga út frá takmörkuðum upplýsingum.

  • Sameina og slíta fyrirtækjum.

  • Reikna út kennitölur út frá ársreikningum.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Færa bókhald og gera upp reikninga með flóknum athugasemdum.

  • Semja ársreikninga þar sem tekið er tillit til skattalegra ráðstafana.

  • Setja fram og lesa úr sjóðstreymi.

  • Lesa og skilgreina ársreikninga ásamt kennitölum.

  • Skilja viðskiptasiðfræði.

  • Vinna sjálfstætt og heiðarlega.

  • Gera sér grein fyrir ábyrgðinni sem hvílir á bókhaldara.