DAN103

Undanfari: Grunnskólapróf Megináhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að skilja talað og ritað mál almenns eðli. Notaðar eru mismunandi lestraraðferðir (skimun, leitarlestur og nákvæmislestur) til að auka færni nemenda í að lesa eftir mismunandi þörfum fyrir upplýsingar. Lesnar…

Undanfari: Grunnskólapróf Megináhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að skilja talað og ritað mál almenns eðli. Notaðar eru mismunandi lestraraðferðir (skimun, leitarlestur og nákvæmislestur) til að auka færni nemenda í að lesa eftir mismunandi þörfum fyrir upplýsingar. Lesnar eru fimmsmásögur og ein skáldsaga. Nemendur fá þjálfun í að tjá sig munnlega og skriflega um flest það sem snýr að daglegu lífi og áhugasviði ungs fóks. Þjálfuð verður notkun orðabókarinnar. Í málfræði verða fornöfn og sagnbeyging þjálfuð. Skilningur á mæltu máli er þjálfaður með ýmis konar hlustunaræfingum, sem tengjast efnislega því sem verið er að fjalla um hverju sinni. Mikið er um samtalsæfingar þar sem nemendur spjalla tveir og tveir saman um ákveðið efni. Ritfærni er þjálfuð með ýmis konar æfingum og verkefnum í tengslum við les- og hlustunarefni. Nemendur skrifa reglulega um eitthvað efni sem tengist vinnu vikunnar og skila í rafrænu formi í gegnum Web-CT-kerfi skólans. Nemendur fái þjálfun í að nota hjálpargögn og kennsluforrit. Evrópska tungumálamappan er höfð til hliðsjónar náminu þar sem nemendur eru þjálfaðir í að fylgjast með framvindu í námi sínu meðan á því stendur, skrá árangur í tungumálanámi (logbog) og reynslu. Dönsk menning er kynnt og áhugi á henni er vakinn.

Í lok áfangans verður skriflegt próf sem gildir 60% á móti verkefnum og prófum 40% sem unnin eru á önninni. Munnlegt próf verður í lok annar . Lokaprófið er 100% en gildir 60% – 40% lesskilningur – 15% málnotkun(málfræði) – 20% ritun – 15% munnlegt – 10% hlustun Nemandi verður að fá 4,5 í prófseinkunn áður en vinnueinkunn er tekin með. Munnlegt próf og hlustunarpróf eru tekin í síðustu kennsluvikum annarinnar.

  • Eftirfarandi markmið eru unnin út frá „Evrópska tungumálarammanum“. Gengið er út frá hinum fimm færniþáttum tungumálakennslu; hlustun, lestri, samræðum, tali og ritun. Eftir nám í DAN103 er markmiðið að nemandi: HLUSTUN: – hafi öðlast æfingu í hlustun, svo að hann geti skilið talað mál (orð og setningar) sem tengjast honum persónulega, (t.d. persónulegar upplýsingar um hann og fjölskyldu hans, innkaup, nánasta umhverfi og atvinnu) og um efni sem hann hefur einhverja þekkingu á (A2) – geti skilið aðalatriðin í stuttum skýrum og einföldum skilaboðum og tilkynningum (A2) LESTUR: – geti lesið texta sem innihalda aðallega algeng orð úr daglegu lífi eða orðaforða sem tengist atvinnu hans eða skóla (B1) – geti skilið lýsingar á atburðum, tilfinningum og óskum í persónulegum bréfum SAMRÆÐUR: – geti tekið þátt í samræðum um efni sem hann þekkir til ef hinn aðilinn talar skýrt og hjálpar honum að koma orðum að því sem hann vill segja (A2) TAL: – hafi öðlast æfingu í munnlegri færni svo hann geti lýst fjölskyldu sinni og öðru fólki, sagt frá búsetu sinni, áhugamálum, menntun og þeirri vinnu sem hann hefur stundað (A2) RITUN: – hafi fengið þjálfun í skriflegri færni, þannig að hann geti skrifað minnispunkta og skilaboð, einfaldar frásagnir sem segja frá daglegum atburðum og/eða áhugamálum hans, geti skrifað bréf þar sem hann segir frá fjölskyldu sinni, búsetu og skóla (A2-B1) ANNAÐ: – hafi öðlast færni í notkun hjálpargagna s.s. orðabækur, málnotkunarbækur, netið – hafi þjálfast í notkun sagnorða og fornafna – hafi öðlast nokkuð góða þekkingu á dönsku samfélagi, menningu og þjóð.

  • Um bekkjarkennslu er að ræða og kennslan fer mikið fram á dönsku. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og geti fylgst með framvindu í námi sínu með því að skrá árangur sinn í leiðarbók/logbog. Nemendur vinna ýmist sjálfstætt , í pörum eða í hópum. Áhersla er á notkun upplýsingatækni og vinna nemendur að stærri verkefnum sem þeir gera grein fyrir bæði skriflega og munnlega í bekknum.

  • a. Dansk på rette vej. Verkefnahefti tekið saman af dönskukennurum skólans. Farið verður í öll þemu bókarinnar. Í byrjun er Evrópska tungumálamappan kynnt. b. Í málfræði verður farið í sagnorð og fornöfn. Innlagnir verða í tímum og talglærur með útskýringum kennara ásamt gagnvirkum æfingum verða á Intraneti skólans og/eða Moodle-fjarnámsvefnum. Stuðst verður við málfræðilykilinn. c. Hraðlestur: Val á milli 5 bóka: Hvid sommer eftir Hanne Elisabeth Schultz, En, to, tre – NU! eftir Jesper Wung Sung, Andrea elsker mig eftir Niels Rohleder, Et helvedes hus eftir Lars Kjædegaard, til sommer eftir Hanne Vibeke Holst. Nemendur lesa sjálfstætt heima og taka próf úr innihaldi bókarinnar. d. Dansk novelle- og digtsamling. Hefti, tekið saman af kennurum skólans. Lesin verða 3 – 4 ævintýri. Á önninni verður horft á danska þætti og kvikmyndir reglulega og stundum einhver verkefni unnin með.