DANS2MM05

Mál og menning

  • Einingar5

Um bekkjarkennslu er að ræða og kennslan fer að miklu leyti fram á dönsku. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og geti fylgst með framvindu í námi sínu og metið…

  • Um bekkjarkennslu er ræða og kennslan fer miklu leyti fram á dönsku.
  • Lögð er áhersla á nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð og geti fylgst með framvindu í námi sínu og metið eigin færni.
  • Nemendur vinna ýmist sjálfstætt, í pörum eða í hópum.
  • Áhersla er á notkun upplýsingatækni og vinna nemendur stærri verkefnum sem þeir gera grein fyrir bæði skriflega og munnlega í bekknum.
  • Fimm þættir tungumálanáms eru þjálfaðir jafnt og þétt og er ætlast til nemendur hafi öðlast hæfni B1 í lestri og ritun samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni.
  • Í tali, samræðum og hlustun er hæfniviðmiðið A2.
  • Í lok annar afhenda nemendur verkefnabók sína (Book creator\Padlet) ) með helstu verkefnum annarinnar og gera grein fyrir efni hennar í munnlegu prófi. 

Grunnskólapróf með einkunnina A/B. 

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.

  • Mannlífi, menningu og siðum í Danmörku og samskiptavenjum þar. 

  • Grundvallarþáttum danskrar málfræði. 

  • Hvernig þekking á dönsku getur nýst á öðrum Norðurlöndum. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota málið nokkuð örugglega bæði skriflega og munnlega til þess að miðla og afla sér þekkingar og reynslu sem og í daglegum samskiptum. 

  • Geta skilið allvel talað og ritað mál um daglegt líf og efni sem hann þekkir. 

  • Beita mismunandi lestraraðferðum og helstu málnotkunarreglum. 

  • Auka kunnáttu sína og færni í málinu og gera sér ljósa eigin ábyrgð og mikilvægi frumkvæðis og eigin vinnu. 

  • Vinna einn eða með öðrum að lausn heildstæðra verkefna þar sem reynir á alla þætti málnotkunar og alhliða færni í málinu, bæði til þess að afla nýrrar þekkingar og til að miðla henni á skýran og skipulegan hátt. 

  • Nýta sér upplýsingatækni og hjálpargögn á markvissan hátt. 

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja ritað (B1) og talað mál (A2) við mismunandi aðstæður sem tengjast efni sem hann þekkir fyrir. 

  • Afla sér frekari upplýsinga, greina aðalatriði þeirra og hagnýta sér. 

  • Lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína. 

  • Takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum í daglegu lífi. 

  • Miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, bæði skriflega og munnlega. 

  • Útskýra og rökstyðja ákvarðanir og fyrirætlanir. 

  • Taka þátt í samræðum um efni sem hann þekkir fyrir. 

  • Nota ýmis hjálpargögn s.s. orðabækur, málnotkunarbækur, upplýsingatækni. 

  • Finna löngun til að viðhalda kunnáttu varðandi danska menningu og tungu. 

  • Þróa með sér aga, metnað og ábyrgð í vinnubrögðum t.d. í gegnum jafningja- og sjálfsmat.