DANS2NS05

Nám og störf í Danmörku

  • Einingar5

Um bekkjarkennslu er að ræða og fer kennslan að mestu leyti fram á dönsku. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð, geti fylgst með framvindu í námi sínu og metið eigin…

  • Um bekkjarkennslu er ræða og fer kennslan mestu leyti fram á dönsku.
  • Lögð er áhersla á nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð, geti fylgst með framvindu í námi sínu og metið eigin færni.
  • Nemendur vinna ýmist sjálfstætt, í pörum eða í hópum. Áhersla er á notkun upplýsingatækni og vinna nemendur stærri verkefnum sem þeir gera grein fyrir bæði skriflega og munnlega í bekknum.
  • Fimm þættir tungumálanáms eru þjálfaðir jafnt og þétt og er ætlast til nemendur hafi öðlast hæfni B2 í lestri og ritun samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni.
  • Í tali, samræðum og hlustun er hæfniviðmiðið B1.
  • Í lok annar afhenda nemendur verkefnabók sína (Book Creator\Padlet) með helstu verkefnum annarinnar og gera grein fyrir efni hennar í munnlegu prófi. 

DANS2MM05 (Mál, menning og máfræði)með einkunnina 4,5. 

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Möguleikum á námi og starfi í Danmörku og víðar. 

  • Grundvarallaruppbyggingu dansks samfélags. 

  • Orðaforða sem tengjast viðfangsefnum áfangans. 

  • Helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s greinamerkjasetningu, gerð atvinnuumsókna, kynningarbæklinga og fréttagreina. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Skilja talaða ríkisdönsku með orðaforða daglegs máls ásamt því að skilja algengustu orðasambönd tungumálsins.

  • Lesa mismunandi textagerðir og beita viðeigandi lestraraðferðum. 

  • Taka virkan þátt í daglegum samskiptum og beita málfari við hæfi þegar málið er talað hægt og skýrt. 

  • Tjá sig allvel um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið. 

  • Skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum. 

  • Geta fundið mismunandi upplýsingar á dönskum heimasíðum t.d. um nám og störf í Danmörku. 

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja daglegt talað mál (B1), svo sem samræður og fjölmiðlaefni, ef hann þekkir umræðuefnið.

  •  Tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt (B2). 

  • Lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynntar, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar skriflega um efni þeirra (B2). 

  • Taka þátt í einföldum skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á einfaldan hátt. 

  • Eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum. 

  • Tjá sig á einfaldan hátt og beita dönsku við margs konar aðstæður (B1). 

  • Geta útskýrt á einfaldan hátt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi (B1). 

  • Skrifa margs konar læsilegan texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig (B2). 

  • Sækja um nám og starf í Danmörku. 

  • Vinna í hópi með öðrum nemendum, skiptast á skoðunum og virða margvísleg sjónarmið.