Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Nám og störf í Danmörku
Um bekkjarkennslu er að ræða og fer kennslan að mestu leyti fram á dönsku. Lögð er áhersla á að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum, geri sér grein fyrir eigin ábyrgð, geti fylgst með framvindu í námi sínu og metið eigin…
Í lok áfangans er skriflegt og munnlegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum og ástundun nemandans á önninni. Námsmat verkefna annarinnar samanstendur af mati kennara, nemandans auk samnemenda hans. Skriflega lokaprófið samanstendur af: hlustun, lesskilningi, málnotkun (málfræði og ritun). Munnlega prófið er í lok annar þar sem nemandi velur eitt verkefni annarinnar og kennari annað og segir frá ásamt því að geta rætt um daglegt líf.
DANS2MM05 (Mál, menning og málfræði) með einkunnina 5,0.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Möguleikum á námi og starfi í Danmörku og víðar.
Grundvarallaruppbyggingu dansks samfélags.
Orðaforða sem tengjast viðfangsefnum áfangans.
Helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, s.s. greinamerkjasetningu, gerð atvinnuumsókna, kynningarbæklinga og fréttagreina.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skilja talaða ríkisdönsku með orðaforða daglegs máls ásamt því að skilja algengustu orðasambönd tungumálsins.
Lesa mismunandi textagerðir og beita viðeigandi lestraraðferðum.
Taka virkan þátt í daglegum samskiptum og beita málfari við hæfi þegar málið er talað hægt og skýrt.
Tjá sig allvel um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið.
Skrifa margs konar texta, formlega og óformlega, og fylgja helstu rithefðum.
Geta fundið mismunandi upplýsingar á dönskum heimasíðum t.d. um nám og störf í Danmörku.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skilja daglegt talað mál (B1), svo sem samræður og fjölmiðlaefni, ef hann þekkir umræðuefnið.
Tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt (B2).
Lesa texta þar sem ákveðin viðhorf eða skoðanir eru kynntar, átta sig á tilgangi og afstöðu textahöfundar og bregðast við eða tjá skoðanir sínar skriflega um efni þeirra (B2).
Taka þátt í einföldum skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á einfaldan hátt.
Eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum.
Tjá sig á einfaldan hátt og beita dönsku við margs konar aðstæður (B1).
Geta útskýrt á einfaldan hátt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi (B1).
Skrifa margs konar læsilegan texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig (B2).
Sækja um nám og starf í Danmörku.
Vera ábyrgur notandi Netsins.
Vinna í hópi með öðrum nemendum, skiptast á skoðunum og virða margvísleg sjónarmið.