Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Námslýsing Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði og nánar farið í varðveislu orkunnar en gert var í NÁT 123. Gert er ráð fyrir þessari grunnþekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði.Í verkefnavinnu…
Námslýsing Í áfanganum er lagður grunnur að aflfræði með hreyfilögmálum Newtons, varðveislu skriðþungans, eðliseiginleikum efnis og ljósfræði og nánar farið í varðveislu orkunnar en gert var í NÁT 123. Gert er ráð fyrir þessari grunnþekkingu í framhaldsáföngum í eðlisfræði.Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Auk styttri verkefna er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með verklegum æfingum, kynnist nútímatækni við skráningu og úrvinnslu, riti í verkbók og kunni að skrifa skýrslur um tilraunir. Gerðar eru fjórar verklegar æfingar og skilað verkbók úr þeim.
Námsmat Lokapróf 75%, tímapróf 10% og verkbók 15%.
Nemandi þekki jöfnu hreyfilýsingar fyrir jafnan hraða og jafna hröðun og geti beitt þeim af kunnáttu þekki og geti notað lögmál Newtons við að leysa dæmi, en í því felst m.a. að koma orðum að lögmálum Newtons og gefa dæmi um notkun þeirra teikna og reikna út einfaldar kraftamyndir, sér í lagi fyrir hluti á skáfleti og einföld trissukerfi, þekkja tengsl núningskrafts og þverkrafts og reikna núningskraft út frá núningsstuðli, útskýra mismuninn á massa hlutar og þyngd hans gera í grófum dráttum grein fyrir framlagi Newtons til eðlisfræðinnar þekki helstu orkuform og geti leyst verkefni með lögmálinu um varðveislu orkunnar, en í því felst m.a. að leysa dæmi sem fjalla um breytingu eins orkuforms í annað, s.s. stöðuorku í hreyfiorku og hreyfiorku í varma lýsa hvernig orka tapast þegar unnið er á móti núningskrafti reikna nýtni vélar út frá gefnum forsendum, þekki lögmálið um varðveislu skriðþunga og geti notað það til að leysa einföld dæmi um línulega og tvívíða árekstra, bæði alfjaðrandi og ófjaðrandi, kunni að setja fram lögmál Newtons á formi, skriðþungabreytinga og þekki í því sambandi hugtakið atlag, þekki helstu form efna, s.s. vökva, kristallaða og myndlausa storku, gas, kunni að nota lögmál Hookes við að reikna aflögun efna, geti notað reglu Pascals og lögmál um þrýsting í vökva til að útskýra hvernig loftvogir og vökvalyftur vinna og geti reiknað út einföld dæmi um þrýsting í vökva, geti notað lögmál Arkimedesar til að reikna út flotkraft hluta, geti beitt jöfnu Bernoullis til að tengja saman þrýsting og flæði vökva.geti beitt jöfnu Poiseuilles til að reikna flæði vökva í pípu. þekki helstu lögmál um eðli ljóss, s.s. lögmálið um speglun, brotlögmálið og lögmál Snells, og geti notað þau til að leysa einföld dæmi í ljósfræði, en í því felst m.a. að þekkja samband brotstuðuls efnis og ljóshraða sýna fram á hvenær alspeglun getur átt sér stað og geta reiknað markhorn á skilum efna út frá gefnum brotstuðlum teikna geislagang í íhvolfum speglum og þunnum safn- og dreifilinsum og geta ákvarðað hvort mynd er raunmynd eða sýndarmynd, leiða linsuformúluna út frá reglum um þríhyrninga finna þriðju stærðina í linsuformúlunni ef hinar tvær eru gefnar og vita hvaða upplýsingar formkerfið gefur, reikna út stækkun út frá fjarlægð hlutar frá linsu geta ákvarðað hvort linsa er dreifi- eða safnlinsa út frá lögun hennar. Þekkja samsett linsukerfi eins og smásjá og sjónauka, og geta reiknað lokastækkun þeirra.
Hreyfilýsing í einni vídd, færsla, hraði, hröðun og tími. Lögmál Newtons. Vinna, orka og afl. Skriðþungi, atlag og árekstrar í einni og tveimur víddum, ófjaðrandi, fjaðrandi og alfjaðrandi árekstrar. Þrýstingur, vökvaþrýstingur og lögmál Arkimedesar, lögmál Bernoullis og Poiseuilles, ljósbrot, lögmál Snells, linsur og ljósgeislafræði.