EFNA2AE05
Almenn efnafræði
- Einingar5
Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum…
- Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til.
- Mikil áhersla er lögð á dæmareikning.
- Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu.
- Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að skrá niðurstöður og vinna verkefni úr tilrauninni.
- Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum.
Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi.
Efnum og efnabreytingum.
Efnaformúlum og nafngiftum efna.
Tölu Avogadros, móli, atómmassa, mólmassa.
Efnahvörfum og efnajöfnum.
Eiginleikum vatnslausna.
Helstu flokkum efnahvarfa í vatnslausn.
Mólstyrk og hlutfallareikningum.
Gaslögmálunum og kjörgasjöfnunni.
Helstu umgengnisreglum og öryggisatriðum í tilraunastofu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Gefa efnasamböndum nafn og rita formúlur þeirra.
Beita mólhugtakinu í dæmareikningi.
Skrifa og stilla efnajöfnur.
Leysa hlutfallareikning samkvæmt stilltum efnajöfnum.
Vinna að magnbundnum útreikningum.
Beita gaslögmálunum og kjörgasjöfnunni.
Framkvæma einfaldar verklegar æfingar í tilraunastofu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma.
Túlka orðadæmi, setja upp jöfnur og leysa þær með viðeigandi mælieiningum.
Beita gagnrýninni hugsun og sýna innsæi og útsjónarsemi við lausnir verkefna.
Skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í rituðu máli.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: