EFNA3EJ05
Efnafræði, efnajafnvægi
- Einingar5
Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til. Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu. Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum…
- Hefðbundin kennsla fer fram í kennslutímum, þar sem hvatt er til umræðu og fyrirspurna eftir því sem tilefni gefast til.
- Mikil áhersla er lögð á dæmareikning. Auk þessa eru verklegar æfingar í raungreinastofu.
- Í raungreinastofu er tölvubúnaður sem gerir nemendum kleift að hefja skýrslugerð og útreikninga jafnframt tilrauninni.
- Lögð er áhersla á að nemendur noti tölvuforrit við úrvinnslu niðurstaðna.
- Nemendum er ætlað að tileinka sér og öðlast skilning á efni kennslutexta og viðbótarefni sem fram kemur í kennslustundum.
- Einnig eiga þeir að ná tökum á skýrslugerðarformi og tölfræðilegri úrvinnslu gagna í verklegum tilraunum.
Lokapróf, annarpróf, verklegar æfingar, heimadæmi.
EFNA2LT05.
Hraða og gangi efnahvarfa.
Efnajafnvægi, jafnvægislögmálinu og jafnvægisföstum.
Söltum í vatnslausn, leysni og leysnimargfeldi.
Jafnvægi í sýru-/basalaunum, sjálfsjónun vatns, jafnvægisfastanum Kv, pH.
Dúalausnum, títrun, jafngildispunkti, komplexjónum.
Óreiðu, öðru og þriðja lögmáli varmafræðinnar, sjálfgengum efnahvörfum, Gibbs frjálsorku.
Stillingu oxunar-afoxunarjafna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Finna hraðafasta út frá mælingum.
Finna helmingunartíma hvarfa.
Álykta um hraðatakmarkandi skref í hvarfgangi út frá hraðalögmáli.
Ákvarða jafnvægisstöðu hvarfs.
Finna styrk efna við jafnvægi.
Skilja tengsl hraðafasta og jafnvægisfasta.
Geta notað lögmál le Châteliers.
Finna sýrustig (pH) lausna.
Geta teiknað og túlkað títrunarferil.
Velja litvísi fyrir títrun.
Beita nálgunum í reikningum.
Reikna óreiðu efnahvarfa og ákvarða hvort efnahvörf eru sjálfgeng.
Geta reiknað frjálsorku.
Framkvæma verklegar æfingar í tilraunastofu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Beita skipulegum aðferðum við úrlausn dæma.
Túlka orðadæmi og klæða þau í stærðfræðilegan búning.
Setja upp jöfnur og leysa þær með viðeigandi mælieiningum.
Leggja mat á úrlausnir sínar og álykta um hvort þær standist.
Beita gagnrýninni hugsun og sýna innsæi og útsjónarsemi við lausnir verkefna.
Skrá lausnir sínar skipulega og útskýra þær í rituðu máli.
Standast þær kröfur sem gerðar eru til áframhaldandi náms í efnafræði á háskólastigi.
Meta mikilvægi efnafræði í raunvísindum.
Geta rökrætt og tekið afstöðu til álitamála í samfélaginu þar sem efnafræði kemur við sögu, svo sem mengunarmála, umhverfismála, heilbrigðismála o.s.frv.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: