ENS103

Nemendur lesa almenna texta um margvísleg efni og orð og orðatiltæki eru skýrð á ensku og/eða þýdd á íslensku. Einnig eru kynnt hugtök sem tengjast verslun og viðskiptum. Verkefni eru unnin til að þjálfa nemendur í notkun á nýjum orðaforða…

Nemendur lesa almenna texta um margvísleg efni og orð og orðatiltæki eru skýrð á ensku og/eða þýdd á íslensku. Einnig eru kynnt hugtök sem tengjast verslun og viðskiptum. Verkefni eru unnin til að þjálfa nemendur í notkun á nýjum orðaforða sem kemur fyrir í lestextum. Undirstöðuatriði enskrar málfræði, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, eru rifjuð upp. Ennfremur læra nemendur að skrifa vel skipulagðar efnisgreinar og ritgerðir auk þess að flytja erindi. Ein stutt skáldsaga og nokkrar smásögur eru hraðlesnar og verkefni unnin úr því efni. Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni B2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni.

Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum, fyrirlestri og öðrum verkefnum, ásamt lokaprófi.

  • Að nemendur, tileinki sér meiri orðaforða, þ.e. skilji fleiri hugtök og geti beitt nýjum orðum í ræðu og riti. kynnist hugtökum er tengjast verslun og viðskiptum. Læri að beita mismunandi lestraraðferðum og lesi margvíslega texta t.d. bókmenntir, almennt efni í tímaritum- og blöðum, texta af netinu. Geti tjáð sig skriflega á skipulagðan hátt. Geti tekið þátt í almennum samræðum á ensku af kurteisi og með viðeigandi orðalagi. Geti hlustað á margvíslegt efni, dregið út upplýsingar og tileinkað sér ný orð. Kunni að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur, leiðréttingarforrit, tölvu- og upplýsingatækni eins og kostur er.