Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Nemendur fá innsýn í breskt þjóðfélag með því að skoða sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi. Nemendur lesa eitt leikrit á ensku, nokkrar smásögur og greinar um breskt þjóðfélag sem tengjast breskri menningu. Námið miðar að því að nemendur þjálfist…
Nemendur fá innsýn í breskt þjóðfélag með því að skoða sögu, menningu og stjórnskipun í Bretlandi. Nemendur lesa eitt leikrit á ensku, nokkrar smásögur og greinar um breskt þjóðfélag sem tengjast breskri menningu. Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig á ensku, bæði í ritun og tali. Þeir vinna eitt langt rannsóknarverkefni, svo og önnur smærri verkefni. Orðaforði er rifjaður upp sem og málfræði með þýðingum yfir á ensku. Nemendur taka þátt í umræðum og flytja formlegan fyrirlestur á ensku um efni sem tengist breskri menningu. Þeir munu einnig nota Internetið sér til fróðleiks og efnisöflunar.
50% lokapróf og 50% verkefni unnin á önninni.
Að nemendur fái innsýn í breskt þjóðfélag með því að skoða sögu, menningu og stjórnskipun Bretlands. Að nemendur nái aukinni færni í enskri tungu, auki við orðaforða sinn og efli málskilning.
Fjallað er um breskt þjóðfélag, sögu og stjórnskipan: Bretland, land og íbúa. Breskt menntakerfi. Breskt stjórnkerfi, t.d. konungdæmið, þing og stjórnmálaflokka. Stóra-Bretland og lönd sem tilheyra því, t.d. Skotland og Norður-Írland. Viktoríutímabilið Einnig eru lesnar smásögur og eitt leikrit. Smásögur: The Adventure of the Speckled Band, The Tragedy at Marsdon Manor og Auld Lang Syne. Leikrit: The Importance of being Earnest eftir Oscar Wilde. Ritunarverkefni sem tengist breskri menningu. Stílar: Þýðingar af íslensku yfir á ensku. Fyrirlestur: Formlegur fyrirlestur um málefni tengd Bretlandi.