Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Þessi áfangi byggist á þemavinnu þar sem áhersla er lögð á færni og ríkan orðaforða. Kröfur eru gerðar um að nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð og vinni skrifleg og munnleg einstaklings- og hópverkefni. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna þróun enskrar…
Þessi áfangi byggist á þemavinnu þar sem áhersla er lögð á færni og ríkan orðaforða. Kröfur eru gerðar um að nemendur sýni sjálfstæð vinnubrögð og vinni skrifleg og munnleg einstaklings- og hópverkefni. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna þróun enskrar tungu sem alheimsmáls, Utópía/dystópia í bókmenntum og kvikmyndum, og málefni líðandi stundar. Nemendur lesa einnig leikrit og nútímabókmenntaverk og mikil áhersla er lögð á akademískan orðaforða.
Vinna í áfanganum 70% (6 verkefni, 3 skrifleg og 3 munnleg). Lokapróf 30% (skriflegt 80%, munnlegt 20%).
Nemandi: Haldi áfram að bæta við sig sérhæfðum akademískum orðaforða og nota hann. Noti orðaforða í ræðu og riti sem hæfir tilefni hverju sinni. Vinni með ýmsar greinar nútímabókmennta, þ.á.m. leikrit, skáldsögur, kvikmyndir og smásögur. Skilji hlutverk enskrar tungu í alþjóðlegu samhengi. Sýni aukið sjálfstæði og virkni í vinnubrögðum bæði í einstaklings- og hópvinnu. Þrói rannsóknarhæfileika, geti kafað ofan í viðfangsefnið og lagt þroskað mat á heimildir.