Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Alþjóðatungumálið enska
Áfanginn byggist á þemavinnu með áherslu á skriflega og munnlega færni og gagnrýna hugsun. Honum er skipt upp í lotur og hefur hver lota ákveðið þema. Viðfangsefnin eru m.a. áhrif nýlendustefnu og þróun og hlutverk enskrar tungu sem alheimsmáls. Lesnar…
Nemendur fá eina einkunn í lok áfangans sem samanstendur af ástundun og virkni, skyndiprófum/verkefnum og skriflegu lokaprófi.
ENSK2OME05, ENSK2MV05, ENSK3SV05, ENSK3ME05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
Stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem enska er töluð.
Uppruna ensku og útbreiðslu, og skyldleika þess við íslenskt mál.
Helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls.
Orðafora sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni á áframhaldandi námi eða starfi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í:
Lestri, sér til ánægju eða upplýsingar, texta sem gera miklar kröfur til lesandans, ýmist hvað varðar orðaforða og uppsetningu eða myndmál og stílbrögð.
Notkun tungumálsins á sveigjanlegan og árangursríkan hátt í samræðum.
Geta tjáð sig af öryggi um margvísleg málefni.
Að skilja almennt talað mál, jafnvel þar sem frásögnin er ekki sett skipulega fram.
Skrifa margs konar texta og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.
Að taka virkan þátt í samræðum og segja frá á skýran hátt með því að beita viðeigandi orðaforða og málvenjum.
Að nýta sér hjálpargögn, svo sem orðabækur, leiðréttingarforrit, tölvu- og upplýsingatækni eins og kostur er.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókin efni.
Nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um efni sem hann hefur þekkingu á.
Tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt.
Lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta.
Greina sögulegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi texta.
Taka þátt í umræðum og rökræðum þar sem fjallað er um persónuleg, menningarleg, félagsleg og fjölmenningarleg efni.
Eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum.
Geta flutt vel uppbyggða frásögn og rökstutt mál sitt með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.
Skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig.
Skrifa texta með röksemdafærslu.
Metið heimildir á gagnrýnan hátt.
Vinna úr ýmsum upplýsingum og fella saman í eina heild.
Vinna með öðrum og stunda samvinnunám.
Beitt gagnrýnni hugsun, fært rök fyrir máli sínu, sýnt frumkvæði og unnið og miðlað þekkingu sinni á skapandi hátt.