Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Menning enskumælandi landa
Nemendur fá innsýn í menningu og samfélag í enskumælandi löndum. Nemendur lesa greinar, skáldsögu og smásögur auk þess sem þeir afla sér efnis á netinu. Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn…
ENSK3SV05. Þetta er annar áfangi á þriðja þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Samfélagi og menningu enskumælandi landa, hefðum, uppruna og áhrifum í alþjóðasamfélagi.
Sérhæfðum orðaforða fagtexta.
Upplýsingarleit og eðli rannsóknarritgerðar.
Hvernig greina skal texta t.d. bókmenntatexta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa sér til gagns ýmsar tegundir af textum þannig að hann geti endursagt þá, dregið fram meginatriði textans í töluðu og rituðu máli.
Nýta tungumálið í almennum samræðum.
Tjá sig um margvísleg málefni þar sem bæði er lögð áhersla á færni í tungumálinu, svo og öryggi í því að koma fram.
Rita fræðilega og persónulega texta samkvæmt hæfniviðmiðum þrepsins.
Leita upplýsinga og heimildavinnu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skilja sér til gagns þegar fjallað er um flókið fræðilegt efni sem tengist menningu og samfélagi.
Greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum.
Leggja gagnrýnið mat á texta.
Nýta sér fræðitexta, myndefni og umræður um málefni sem tengjast viðfangsefni.
Taka fullan þátt í umræðum og rökræðum sem tengjast viðfangsefnum áfangans.
Miðla þekkingu, skoðunum og hugmyndum af innsæi og á skipulegan hátt.
Rökstyðja mál sitt og bregðast við fyrirspurnum.
Beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, meðal annars í rannsóknarritgerð, geta sett mál sitt fram á gagnorðan, skilmerkilegan og vel rökstuddan hátt.