Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Nýsköpun, bókmenntir, listir
Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti orðaforða sinn tengdan nýsköpun og listum. Nemendur lesa greinar og bókmenntatexta og nálgast efni á netinu. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig á gagnrýninn hátt…
Námsmat er í formi símats.
ENSK3OM, ENSK3MV, ENSK3SV, ENSK3ME.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins.
Hugtökum er tengjast nýsköpun og listum.
Mannlífi, menningu og siðum fyrr og nú í enskumælandi löndum.
Uppsetningu og skipulagi ritaðs og talaðs máls og ólíkum málsniðum og leiðum til miðlunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa greinar og texta um efni tengd nýsköpun og listum sér til gagns.
Skilja vel sérhæfða texta á sviði nýsköpunar og lista, þar með talið bókmenntatexta.
Skilja talað mál sem fjallar um nýsköpun og listir, til dæmis fyrirlestra.
Taka virkan þátt í samræðum um nýsköpun og listir.
Tjá sig í ræðu og riti, bæði formlega og óformlega, um efni sem tengist nýsköpun og listum.
Vinna að verkefnum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Tileinka sér efni sem tengist nýsköpun og listum og nýta á fjölbreyttan hátt.
Skilja án vandkvæða megininntak erinda og umræðna um nýsköpun og listir.
Geta lagt gagnrýnið mat á texta og metið og unnið úr heimildum á gagnrýninn hátt.
Beita málinu til þess að geta tekið fullan þátt í umræðum þar sem fjallað er um nýsköpun og listir.
Nota ímyndunarafl, innsæi og tilfinningar auk gagnrýninnar hugsunar í skapandi verkefnum.
Nýta sér upplýsingatækni til fróðleiks og rannsókna.
Geta sýnt frumkvæði, ábyrgð og umburðarlyndi og beitt gagnrýninni hugsun.
Geta virt skoðanir annarra og leyst verkefni í samvinnu við aðra.
Geta tileinkað sér fræðilega, listræna og/eða viðskiptalega hugsun í úrvinnslu bæði hagnýtra og skapandi verkefna.