ENSK3NV05

Vísindaenska

  • Einingar5

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísindaorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum. Einnig eru nemendur þjálfaðir í töluðu máli,…

Námið miðar að því að nemendur auki færni sína í enskri tungu og bæti bæði vísindaorðaforða og almennan orðaforða svo og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í ritun með ýmsum verkefnum sem tengjast vísindum. Einnig eru nemendur þjálfaðir í töluðu máli, m.a. með umræðum. Mikil áhersla er lögð á ábyrgð og frumkvæði nemenda og þeir fá tækifæri til að velja sér viðfangsefni eftir áhuga. Dæmi um slík viðfangsefni gætu verið gróðurhúsaáhrif, staða geimrannsókna, líftækni og staða hennar, gervigreind o.s.frv. 

Áfanginn er lotubundinn, hverri lotu lýkur með verkefni eða prófi, en námsmat er símat. Einni lotunni, Texta- og orðaforðalotu er skipt yfir önnina, en hinar eru samhagandi. Loturnar eru: 

  1. Texta og orðaforðalota 
  1. Álitamálalota 
  1. Áhugasviðslota 
  1. Texta og orðaforðalota 
  1. Kvikmynda- og þáttalota 

Öll samskipti og vinna fara fram á ensku. Þessi áfangi miðar við stig C1 í evrópska tungumálarammanum á öllum hæfnisviðum. 

Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.

ENSK3SV05 eða sambærilegt.

    Nemandi skal hafa aflað sér þekkingar og skilnings á:

  • Auknum almennum orðaforða í ensku. 

  • Orðaforða sem tengist vísindum svo sem jarðfræði, líffræði, efnafræði, og eðlisfræði. 

  • Algengum forskeytum, viðskeytum og rótum.  

  • Umdeildum málefnum í vísindaheiminum. 

  • Efni að eigin vali sem tengist vísindasviði nemandans. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í:

  • Að leita að upplýsingum um efni sem tengist vísindum og útskýra það fyrir öðrum.

  • Að tjá sig á málefnalegan hátt um ýmiss efni er tengjast vísindum og skiptast á skoðunum um umdeild efni í vísindaheiminum. 

     

  • Lestri á þungum og sérhæfðum vísinda texta. 

    Nemandi skal hafa öðlast hæfni í að:

  • Koma fram og tjá sig skilmerkilega um efni sem tengjast vísindum. 

  • Að beita fjölbreyttum orðaforða er tengist vísindum.

  • Flytja  vel uppbyggða kynningu um efni þar sem röksemdafærsla er byggð á viðurkenndumrannsóknum og brugðist er við fyrirspurnum á góðri og blæbrigðaríkri ensku. 

  • Sýna ábyrgð og sjálfstæð vinnubrögð í vali á viðfangsefnum og aðferðum.