ENSK3SV05

Samfélag og viðskipti

  • Einingar5

Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning, bæði almennan orðaforða svo og viðskiptaorðaforða. Nemendur eru þjálfaðir í ritun enskrar tungu með ýmsum verkefnum. Nemendur æfa viðskiptaorðaforða, m.a. með þýðingum yfir…

  • Námið miðar að því að nemendur þjálfist í enskri tungu og bæti við orðaforða sinn og málskilning, bæði almennan orðaforða svo og viðskiptaorðaforða.
  • Nemendur eru þjálfaðir í ritun enskrar tungu með ýmsum verkefnum.
  • Nemendur æfa viðskiptaorðaforða, m.a. með þýðingum yfir á ensku.
  • Nemendur eru einnig þjálfaðir í töluðu máli, bæði með styttri umræðum og þátttöku í rökræðum.
  • Ætlast er til þess að nemendur hafi öðlast hæfni B2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni. 

Námsmat er byggt á vinnu nemenda yfir önnina, skyndiprófum og öðrum verkefnum, ásamt lokaprófi.

ENSK2OM05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Almennum enskum orðaforða á ýmsum sviðum, bæði almennum tímaritsgreinum og viðskiptatengdum orðaforða.   

  • Ólíkum menningarheimum í tíma og rúmi með lestri skáldsagna og smásagna. 

  • Hefðum sem eiga við um talað og ritað mál, til dæmis formlega og óformlega málnotkun. 

  • Sérhæfðum viðskiptaorðaforða ásamt, uppsetningu formlegra viðskiptabréfa og ferilskráa.

  • Ólíkum viðhorfum og gildum fólks í enskumælandi löndum sem og öðrum menningarheimum. 

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa sér til gagns ýmsar greinar, bæði fræðilegar og almenns eðlis. 

  • Skilja talað mál, bæði almenns eðlis og viðskiptalegs eðlis. 

  • Taka virkan þátt í samskiptum á viðeigandi hátt og beita málfari við hæfi. 

  • Tjá sig munnlega um málefni sem hann hefur kynnt sér og undirbúið. 

  • Skrifa margs konar texta, meðal annars formleg verslunarbréf, og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skilja sér til gagns megininntak erinda og rökræðna, jafnvel um tiltölulega flókið efni, ef hann þekkir vel til þess.

  • Tileinka sér efni ritaðs texta og hagnýta á mismunandi hátt. 

  • Lesa á milli línanna, átta sig á dýpri merkingu í texta.

  • Taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt.

  • Eiga frumkvæði í samræðum og bregðast við óvæntum spurningum og athugasemdum.

  • Tjá sig á skýran og áheyrilegan hátt og beita tungumálinu af tiltölulega mikilli nákvæmni við margs konar aðstæður, til dæmis flytja formlegan fyrirlestur. 

  • Geta útskýrt sjónarmið varðandi efni sem er ofarlega á baugi og rakið ólík sjónarmið með og á móti. 

  • Skrifa læsilega texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín. 

  • Skrifa margs konar texta og fylgja þeim ritunarhefðum sem eiga við í hverju tilviki fyrir sig. 

  • Greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt eða pólitískt samhengi í texta, svo sem í bókmenntaverkum og öðrum textum.