Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Tímagildi peninga
Í áfanganum læra nemendur um fjárfestingar og þær aðferðir sem beitt er til þess að meta hagkvæmni þeirra. Þá er farið í helstu tegundir verðbréfa, skuldabréfa og hlutabréfa og virðingu þeirra. Kennsluhættir eru í formi fyrirlestra, umræðutíma, dæmatíma og verkefnavinnu.…
Í lok áfangans er skriflegt lokapróf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum og ástundun nemandans á önninni.
HAGF1ÞF05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Mismunandi sparnaðarleiðum einstaklinga.
Tímagildi fjármagns og grundvallar þýðingu þess í fjármálum.
Vísitölum, hlutverki þeirra og notkun.
Ávöxtunarkröfu og fjármagnskostnaði sem og áhrifaþætti þessara fjármálhugtaka.
Helstu markaðsverðbréfum á íslenskum verðbréfamarkaði og hlutverk kauphalla í verðbréfaviðskiptum.
Helstu tegundum skuldabréfa.
Mikilvægi fjárfestinga í þjóðfélaginu og hvernig á að meta hagkvæmni þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Reikna arðsemi mismunandi fjárfestingavalkosta.
Reikna markaðsverðmæti/gengi mismunandi tegunda skuldabréfa út frá ávöxtunarkröfu markaðarins.
Reikna virði hlutabréfa út frá sjóðsstreymisaðferð.
Reikna vísitölur og túlka niðurstöður þeirra.
Reikna út helstu kennitölur sem notaðar eru við mat á hlutabréfum og hlutafélögum.
Fást við einfalda útreikninga tengda áhrifum fjármögnunar á virði hlutafélaga.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Hagnýta sér netið til öflunar og túlkunar fjármálalegra upplýsinga.
Fylgjast með verðbréfamarkaðnum og gera sér grein fyrir og meta hvers vegna sveiflur verða á honum og leggja mat á áhrif þeirra.
Fylgjast með umræðunni um fjárfestingar og þýðingu þeirra fyrir hagkerfið.
Skilja og meta hvað liggur að baki arðsemismati tiltekinnar fjárfestingar.
Túlka og greina rekstrarhorfur fyrirtækja út frá ársreikningum.
Búa til líkön í Excel til lausnar á fjárfestingavalkostum.
Beita gagnrýnni hugsun í einstaklings- og hópavinnu við lausn fjármálatengdra úrlausnarefna.