Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Á þessari önn er megináherslan lögð á að kenna nemendum lykilatriði tungumálsins, orðaforða þess og þjálfa skilning á töluðu máli og framburð. Miklu máli skiptir að halda áfram að æfa tal, hlustun, ritun og lestur. Áhersla er lögð á framburðaræfingar…
Á þessari önn er megináherslan lögð á að kenna nemendum lykilatriði tungumálsins, orðaforða þess og þjálfa skilning á töluðu máli og framburð. Miklu máli skiptir að halda áfram að æfa tal, hlustun, ritun og lestur. Áhersla er lögð á framburðaræfingar studdar hlustun, þar sem mikilvægt er að nemendur haldi kunnáttu sinni frá fyrri áföngum við og temji sér góðan framburð. Farið er í helstu málfræðiatriði og gerðar eru munnlegar og skriflegar æfingar. Áhersla er lögð á hlustun og að nemendur geti skilið talað mál og svarað sjálfir einföldum spurningum. Unnið er með einfalda texta af mismunandi gerð, svo sem samtöl, stutta texta, ljóð og söngtexta. Gerð eru verkefni úr vinnubók en einnig er farið í ýmis verkefni frá kennara. Nemendur eru æfðir í að tala og skrifa um sjálfa sig, fjölskyldu sína, vini, áhugamál og nánasta umhverfi sitt bæði í nútíð, framtíð og þátíð. Nemendur verði látnir nýta Netið við upplýsingaleit.
Lesskilning og ritfærni má meta með skriflegu prófi í annarlok, skilning á mæltu máli með hlustunarkönnunum á önninni og/eða hlustunarprófi í lokin og munnlega færni með talæfingum á önninni og/eða munnlegu prófi í annarlok. Mikilvægt er að nemendum sé í upphafi vetrar gerð grein fyrir þeim atriðum sem matið byggir á hverju sinni. Nemendur fá vinnueinkunn, sem byggir á vinnu nemenda yfir önnina. Þar er tekið tillit til námsástundunar og virkni í tímum og frammistöðu þeirra á skyndiprófum og verkefnum. Vægi hvers þáttar vinnueinkunnar er mismunandi eftir árum og kynnir kennari nemendum í upphafi hvers vetrar hvernig vinnueinkunn er gefin í frönsku.
Að nemendur: ·nái nokkru öryggi í frönskum framburði ·geti skilið einföld fyrirmæli á frönsku og geti náð ákveðnum upplýsingum í töluðu máli sem tengist viðfangsefni áfangans ·geti lesið einfalda texta, sem miðast við orðaforðann í áfanganum, og áttað sig á meginefni lengri texta á léttu máli þótt þeir skilji ekki hvert orð ·geti óhræddir skipst á upplýsingum við frönskumælandi fólk um sig og hagi sína með einföldum spurningum og svörum ·geti notað einfaldar setningar til að skrifa kynningar, stuttar lýsingar, stutt bréf og skilaboð ·fræðist um Frakkland, uppruna og útbreiðslu franskrar tungu, kynnist daglegu lífi frönskumælandi þjóða og vakni til vitundar um mismunandi menningarheima.
Fjölbreyttum kennsluaðferðum verður beitt. Nemendur verða virkir í tímum. Kennari verður með innlögn og nýtir sér nýjustu tækni við það eftir því sem við á. Tal og hlustun verða einnig æfð jöfnum höndum.
Í málfræði verður farið í mismunandi þátíðir, framtíð og ýmsa aðra þætti. Einnig verður lesin ein léttlestrarbók og verkefni henni tengd unnin.