Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Byrjendaáfangi í frönsku
Nemendur eru þjálfaðir í að skilja einfalt talað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt. Einnig eru þeir þjálfaðir í að lesa einfalda texta. Nemendur eru æfðir í framburði með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustunaræfingar…
Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans.
Nokkrum grundvallarþáttum franska málkerfisins.
Menningu, helstu samskiptavenjum og siðum í frönskumælandi löndum, sér í lagi Frakklandi.
Uppbyggingu einfaldra texta.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt.
Lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða til að mæta markmiðum áfangans.
Taka þátt í einföldum samræðum um kunnugleg málefni.
Skrifa einfaldan texta um þekkt efni eða áhugasvið.
Beita helstu reglum um málnotkun í ræðu og riti.
Nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Greina einfaldar upplýsingar í mæltu máli.
Skilja meginatriði einfaldra texta.
Tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir og eru úr hans umhverfi.
Takast á við aðstæður í einföldum samskiptum þar sem hann er aðstoðaður við að koma orðum að því sem hann vill segja.
Tileinka sér jákvætt viðhorf til námsins.
Geta metið eigið vinnuframlag og stöðu.