FRAN1FB05
Franska B
- Einingar5
Nemendur fá aukna þjálfun í að skilja einfalt talað og ritað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt. Nemendur eru æfðir í framburði og tjáningu með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustun svo að nemendur geti…
- Nemendur fá aukna þjálfun í að skilja einfalt talað og ritað mál, tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt.
- Nemendur eru æfðir í framburði og tjáningu með talæfingum og mikil áhersla er lögð á hlustun svo að nemendur geti skilið venjulegt franskt tal- og ritmál og öðlist þá undirstöðu í frönsku að þeir geti fljótlega bjargað sér í frönskumælandi umhverfi.
- Í áfanganum kynnast nemendur franskri menningu og samfélagi betur og eru þeir þjálfaðir í að nýta sér gagnlega hjálparmiðla á Netinu, svo sem orðabækur.
- Áfanginn er á stigi A1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Nota skal fjölbreytt námsmat sem endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna. Í lok áfangans er skriflegt próf úr efni áfangans sem gildir á móti vinnu og ástundun nemandans á önninni.
FRAN1FA05.
Þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans.
Völdum grundvallarþáttum málkerfisins.
Menningu, samskiptavenjum og siðum frönskumælandi þjóða.
Ýmsum leiðbeiningum sem tengjast námsefni áfangans.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt.
Lesa og greina texta sem innihalda algengan orðaforða.
Taka þátt í einföldum samræðum og tjá sig um efni sem hann þekkir.
Geta tjáð sig á einfaldan hátt með því að beita orðaforða, málvenjum og framburði.
Skrifa stuttan, einfaldan texta um þekkt efni með viðeigandi málfari.
Fara eftir grundvallarreglum um ritað mál.
Geta notað upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálinu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa texta og greinar, ef fjallað er um efni sem er nemandanum kunnuglegt.
Skilja talað mál um kunnuglegt efni.
Tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt.
Skrifa samantekt á tilteknu efni eða skrifa um áhugamál og sitt nánasta umhverfi.
Takast á við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum.
Geta metið eigið vinnuframlag og stöðu og samnemenda sinna.
Bera ábyrgð á eigin námi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: