Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fyrirtækjasmiðjan - Lokaverkefni
Áfanginn felst í því að nemendur mynda hópa og stofna sitt eigið fyrirtæki og reka. Vinna nemenda felst í því að halda utan um allt sem viðkemur fyrirtækinu en þau hafa nokkuð frjálsar hendur um viðfangsefni fyrirtækisins. Við rekstur fyrirtækjanna…
Áfanginn er að mestu leyti símatsáfangi þar sem unnið er að rekstri fyrirtækisins alla önnina. Hluti námsmats er byggt á smærri verkefnum sem unnin eru snemma á önninni – í undirbúningsferlinu.
Þekking, leikni og hæfni í bókfærslu, hagfræði, stærðfræði og fjármálum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Fyrirtækjarekstri.
Gerð viðskiptaáætlana.
Gerð einfaldra rekstrarreikninga.
Gerð einfaldra efnahagsreikninga.
Gerð einfaldra arðsemisútreikninga.
Helstu rekstrarformum fyrirtækja.
Lögmálum hagfræðinnar.
Hringrás efnahagslífsins.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Taka ákvarðanir.
Starfa saman í hóp að sameiginlegu langtíma markmiði.
Gera auglýsinga- og kynningaráætlanir.
Fjármagna eiginn rekstur.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Stofna og reka lítið fyrirtæki.
Þróa viðskiptahugmyndir.
Stýra verkefnum.
Fara með mannaforráð.
Vinna saman í hóp og meta vinnu hvers annars.
Gera viðskiptaáætlun.
Undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni.
Fara í gegnum framleiðsluferli vöru eða þjónustu.
Markaðsetja og selja afurðir sínar.