Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Fjármálalæsi
Áfanginn er grunnáfangi í fjármálalæsi. Fjármálalæsi felst í að gera nemendum grein fyrir mikilvægi þess að vera upplýstir við ákvarðanatöku, t.d. mismunandi tegundir lára og mismunandi tegundir vaxta. Nemendur fá þjálfun í gagnrýninni hugsun í tengslum við málefni hagkerfisins.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Launum, launaútreikningum og ráðstöfunartekjum.
Heimilisbókhaldi.
Sköttum og stattaframtali.
Hlutverki lífeyrissjóða.
Peningum og greiðslukortum.
Erlendum gjaldmiðlum.
Vöxtum og vaxtaútreikningum.
Verðbólgu og verðtryggingu.
Sparnaði og mismunandi sparnaðarformum.
Lánum og helstu lánareikningum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lesa og skilja fréttir um efnahagsmál.
Safna upplýsingum og taka upplýstar ákvarðanir.
Umreikna milli gjaldmiðla.
Reikna einfalda launaútreikninga.
Reikna einföld jafnafborgunarlán.
Reikna og túlka hagstærðir eins og verðbólgu og vexti.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Taka þátt í umræðum um hagfræðileg málefni.
Geta tekið upplýstar ákvarðanir í eigin þágu.
Þekkja ólík lánaform.
Átta sig á hvernig hagkerfi starfar og helstu verkefnum sem aðilar hagkerfisins takast á við.
Vera læs á samfélagið.