HAGF1ÞJ03

Þjóðhagfræði

  • Einingar3

Áfanginn er grunnáfangi í hagfræði. Nemendur fá innsýn í helstu hugtök þjóðhagfræðinnar, eins og eftirspurn og framboð, hagvöxt, utanríkisviðskipti og önnur tengd málefni. Nemendur fá þjálfun í gagnrýnni hugsun í tengslum við málefni hagkerfisins.

Áfanginn er grunnáfangi í hagfræði. Nemendur fá innsýn í helstu hugtök þjóðhagfræðinnar, eins og eftirspurn og framboð, hagvöxt, utanríkisviðskipti og önnur tengd málefni. Nemendur fá þjálfun í gagnrýnni hugsun í tengslum við málefni hagkerfisins.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu hugtökum hagfræðinnar.

  • Helstu hagstærðum í hagkerfinu.

  • Hvernig hlutverki hins opinbera er háttað.

  • Mikilvægi utanríkisviðskipta fyrir hagkerfi eins og það íslenska.

  • Líkönum og gröfum í hagfræði.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Lesa og skilja fréttir um hagfræðileg málefni.

  • Afla sér upplýsinga um hagfræðileg málefni.

  • Reikna og túlka hagstærðir eins og verðbólgu, hagvöxt og fleira.

  • Setja fram upplýsingar á myndrænan hátt.

  • Lesa upplýsingar úr hagfræðilegum framsetningum.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Taka þátt í umræðum um hagfræðileg málefni.

  • Gera sér grein fyrir hvernig hagkerfi starfar og helstu verkefnum sem aðilar hagkerfisins takast á við.

  • Vera læs á samfélagið og helstu stoðir hagkerfisins.