HAGF2AH05

Alþjóðahagfræði

  • Einingar5

Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum. Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og skoðuð áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf. Fjallað…

  • Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti eru reifaðar og fjallað er um alþjóðlega samvinnu, viðskipti á heimsvísu, sérhæfingu og alþjóðavæðingu í efnahagsmálum.
  • Alþjóðlegar stofnanir og samtök sem eru virk á efnahagssviði eru kynnt og skoðuð áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf.
  • Fjallað er um alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, hlutverk seðlabanka og áhrif þeirra á hagkerfi.
  • Fjallað er um gjaldeyrismál Íslands í kjölfar kreppunnar 2008. Námsefni og umfjöllunarefni er bæði á íslensku og ensku.
  • Um bekkjarkennslu er að ræða.
  • Fer kennslan fram m.a. með fyrirlestrum, samræðum innan bekkjarins og verkefnavinnu.
  • Skoðuð eru myndbönd með efni sem varða viðfangsefni áfangans og innihald þeirra rætt.
  • Fylgst er með fréttum, sérstaklega þær sem varða viðfangsefni áfangans.
  • Nemendur vinna einnig verkefni sem þeir kynna fyrir samnemendum.

Í lok áfangans er skriflegt próf sem gildir á móti ýmis konar vinnu, verkefnum og ástundun nemandans á önninni.

HAGF1ÞF05.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Helstu kenningum og hugtökum alþjóðahagfræðinnar.

  • Hlutverki seðlabanka og hvaða tækjum hann getur beitt til þess að hafa áhrif á efnahagslífið.

  • Hagkvæmni milliríkjaviðskipta.

  • Áhrifum af setningu hafta á viðskipti milli landa.

  • Gjaldeyrishöftum og þeim áhrifum sem þau geta haft á hagkerfi. Helstu stofnunum alþjóðasamfélagsins og hlutverk þeirra.

  • Því hvernig atburðir í einu hagkerfi hafa áhrif í öðru hagkerfi.

  • Samskiptum íslenska hagkerfisins við önnur hagkerfi.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Geta upp á eigin spýtur nálgast upplýsingar um íslenskt efnahagslíf og efnahagslíf annarra þjóða.

  • Skilja hvaða afleiðingar inngrip seðlabanka geta haft.

  • Vinna með gögn og setja þau upp á mismunandi hátt svo þau verði læsilegri.

  • Túlka og skilja gögn sem sett eru fram.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Túlka og skilja gögn sem sett eru fram.

  • Tjá sig um hagfræðileg málefni, bæði munnlega og skriflega.

  • Lesa og skilja umfjöllun um hagfræðileg málefni.

  • Taka ábyrgð á eigin námi.

  • Lesa texta um hagfræðileg málefni á erlendu tungumáli.