Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Heimspeki og sköpun
Í þessum áfanga eru nemendur kynntir fyrir heimspekilegri hugsun með sérstakri áherslu á skapandi hugsun og heimspeki lista. Vinna áfangans fer fyrst og fremst fram í samræðum en jafnframt fá nemendur tækifæri til að tjá hugsun sína með fjölbreytilegum hætti.…
Mat á áfanganum byggir á þátttöku í tímum og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá hugsun sína í ýmsum miðlum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Rökum og rökstuðningi.
Rökvillum.
Afstæði og algildi.
Tvíhyggju og efnishyggju.
Kenningum um sjálfið.
Austrænni heimspeki og núvitund.
Kenningum um eðli lista og fegurðar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina góð rök í máli fólks.
Ljá hugsun sinni búning.
Vera gagnrýninn í hugsun og tjáningu.
Vera skapandi í hugsun og tjáningu.
Hlusta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Hlusta á málflutning og lesa texta og greina hann með gagnrýnum hætti, m.a. með því að finna rökvillur (t.d. auglýsingar).
Setja hugsun sína fram með skýrum hætti munnlega og skriflega.
Finna skapandi lausnir á vandamálum og setja þær fram með fjölbreytilegum hætti.
Taka þátt og jafnvel leiða samræður um krefjandi spurningar þar sem ekki er um einfalda lausn að ræða.
Beita heimspekilegum hugmyndum í leik og starfi og stuðla að andlegu og félagslegu jafnvægi hjá sjálfum sér og í hóp.