HÖNN2FB05

Hönnun í Inkscape, leiserskeri og vínilskeri

  • Einingar5

Nemendur kynnast forritinu Inkscape og notkun þess við stafræna hönnun. Samhliða því læra nemendur grunnatriði í notkun leiserskera og vínylskera. Áhersla er lögð á eigin hönnun sem og virðingu fyrir hugverka- og höfundarétti. Þá er einnig lögð áhersla á að…

  • Nemendur kynnast forritinu Inkscape og notkun þess við stafræna hönnun.
  • Samhliða því læra nemendur grunnatriði í notkun leiserskera og vínylskera.
  • Áhersla er lögð á eigin hönnun sem og virðingu fyrir hugverka- og höfundarétti.
  • Þá er einnig lögð áhersla á að nemendur læri að fylgja hugmynd til framkvæmdar og að þeir öðlist aukinn sköpunarkjark.

Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Grunnatriðum í forritinu Inkscape.

  • Notkun vínylskera og hitapressu.

  • Grunnatriðum leiserskera.

  • Hugmyndavinnu, hugverkarétti og höfundarétti.

  • Hugmyndafræði FabLab.

  • Alþjóðlegrar stafrænnar smiðju.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Nota stafrænan tækjabúnað við hönnun.

  • Vinna skissu að frumgerð og hanna í tvívíddarforriti.

  • Útbúa rafræn skjöl fyrir tæki í leiser- og vínylskera.

  • Sjá skapandi möguleika á mistökum.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Útfæra hugmyndir sínar í tvívíddarteikniforriti.

  • Nota vínyl- og leiserskera.

  • Þróa hugmyndir sjálfstætt og undir leiðsögn.

  • Fylgja hugmynd til framkvæmdar.

  • Efla sköpunarkraft sinn.