Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Nemendur lesa fjölbreytta texta frá ýmsum tímum og fjalla um þá. Nemendur fá innsýn í grunnhugtök bókmenntafræði, s.s. tíma, umhverfi, sjónarhorn, persónulýsingar, boðskap, rím, ljóðstafi og…
Í áfanganum er mikil áhersla lögð á lestur og tjáningu í ræðu og riti. Nemendur lesa fjölbreytta texta frá ýmsum tímum og fjalla um þá. Nemendur fá innsýn í grunnhugtök bókmenntafræði, s.s. tíma, umhverfi, sjónarhorn, persónulýsingar, boðskap, rím, ljóðstafi og myndmál. Markviss þjálfun í ræðu og riti fer fram a.m.k. einu sinni í viku. Nemendur vinna margs konar ritunarverkefni samkvæmt ferliritun og nýta sér ný kennsluforrit sem gagnast þeim við að skipuleggja ritsmíðar. Fjallað er um efnisgreinar, byggingu ritsmíða og röksemdafærslu. Nemendur eru þjálfaðir í að skrifa margs konar texta, bæði hlutlæga og huglæga, kenndur frágangur ritaðs máls og notkun hjálpargagna svo sem handbóka, orðabóka og leiðréttingarforrita. Áhersla er lögð á framsögn við ýmiss konar tækifæri. Þá er einnig áhersla lögð á að styrkja sjálfstraust nemendanna. Farið er yfir setningafræði, nemendur greina texta í setningarhluta. Þeir eru þjálfaðir í að greina og glöggva sig á skiptingu texta í setningar, málsgreinar og efnisgreinar. Gerð er grein fyrir reglum um greinarmerki og nemendur þjálfaðir í notkun þeirra. Þá greina nemendur texta frá ýmsum tímum og huga að stíl og stílbrigðum. Nemendur þreyta stöðupróf í stafsetningu og málfræði og eru þjálfaðir í stafsetningu eftir því sem þörf krefur.
Skrifleg próf og verkefni. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn 4,5 á lokaprófi til að vinnueinkunn gildi.
Nemandi lesi bókmenntaverk frá ólíkum tímum og ýmsa aðra texta geti beitt hugtökum bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir geti beitt ýmsum hugtökum bragfræði í umfjöllun um bundið mál fái markvissa þjálfun í ræðu og riti skrifi margs konar texta og nái tökum á ferliritun geti nýtt sér handbækur og önnur hjálpargögn við ritun og þjálfi vönduð vinnubrögð nái góðum tökum á stafsetningu móðurmálsins og greinarmerkjasetningu fái tækifæri til þess að njóta listræns efnis í tengslum við lestur bókmennta, t.d. leiksýninga, kvikmynda eða myndlistar nýti sér setningafræðileg og málfræðileg hugtök í umfjöllun um stíl og samanburð ólíkra texta átti sig á forsendum góðrar framsagnar og fái tækifæri til þess að koma fram og tjá sig um ýmis málefni átti sig á mismunandi málsniðum í ræðu og riti og nýti sér þá kunnáttu læri frumatriði við gerð heimildaritgerðar og þjálfist í notkun handbóka í ritun.