ÍSL203

Fjallað verður um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Farið verður yfir sögu íslensks máls og skyldleika við önnur tungumál, helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar og mállýskuafbrigði. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til…

Fjallað verður um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Farið verður yfir sögu íslensks máls og skyldleika við önnur tungumál, helstu hljóð- og málbreytingar íslenskunnar og mállýskuafbrigði. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna. Nemendur fá þjálfun í helstu aðferðum við meðferð heimilda í ritun og hagnýtingu upplýsingatækni við fluting og frágang verkefna.

Námsmat fer fram með skriflegum prófum, ritunarverkefnum og tjáningarverkefnum.

  • Nemandi kunni skil á skyldleika tungumála innan indóerópsku málaættarinnar, geti gert grein fyirr helstu breytingum íslenskunnar í tímans rás og þekki dæmi um áhrif norrænnar tungu á önnur málsvæði fái innsýn í meginatriði íslenskrar málstefnu og velti fyir sér orðasmíð og merkingu þekki íslenska nafnasiði kynnist grundvallaratriðum hljóðfræðinnar og þekki helstu mállýskur á Íslandi læri um helstu breytingar á stíl íslensku frá upphafi ritunar til vorra daga þekki helstu atriði í heimssögu norrænnar goðafræði og viti deili á helstu goðum og hlutverkum þeirra kynnist nútímabókmenntum sem byggja á fornum goðsögum eða vísa til þeirra þjálfist í gerð heimildaritgerða og notkun upplýsingatækni í verkefnavinnu fái tækifæri til þess að flytja munnleg verkefni með áherslu á skýran framburð og framsetningu og jafnframt tækifæri til að gagnrýna verkefni annarra.