ÍSLE3ÞT05

Þjóð, tunga og land

  • Einingar5

Nemendur öðlast þekkingu á bókmennta- og menningarsögu Íslands frá miðöldum til 19. aldar. Nemendur lesa valda kafla úr Íslendingasögu og brot úr sígildum verkum fyrri alda. Þeir vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli…

  • Nemendur öðlast þekkingu á bókmennta- og menningarsögu Íslands frá miðöldum til 19. aldar.
  • Nemendur lesa valda kafla úr Íslendingasögu og brot úr sígildum verkum fyrri alda.
  • Þeir vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju.
  • Leitast verður við að setja bókmenntir fyrri alda í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir nútímann.
  • Nemendur öðlast færni í að lesa og skilja bókmenntatexta og átta sig á mikilvægi þess menningararfs sem þær hafa að geyma.
  • Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum auk verkefnavinnu og ritunarverkefna. 

Námsmat byggir á vinnu nemandans yfir önnina og er tilgreint nánar í námsáætlun.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu.

  • Ritgerðarsmíð og heimildavinnu.

  • Notkun forns menningararfs í nútímasamfélagi.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Vinna að heimildaritgerðum og hvers kyns texta þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og koma efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli.

  • Skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli.

  • Flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni.

  • Lesa sér til gagns og gamans texta á fornu íslensku máli.

  • Nota upplýsingatækni við nám sitt.

  • Að rita íslenskt mál samkvæmt reglum.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Skrifa skýran og vel uppbyggðan texta.

  • Beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður.

  • Taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.

  • Túlka texta fornbókmennta og þekkja mun á fornu og nútímamáli.

  • Vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun.

  • Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og upplýsinganotkun.