Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Þjóð, tunga og land
Nemendur lesa eina Íslendingasögu og vinna verkefni sem miða að því að auka skilning þeirra á íslensku máli og samfélagi að fornu og nýju. Leitast verður við að setja miðaldabókmenntir í samhengi við samtíma nemenda og meta merkingu þeirra fyrir…
Námsmat byggir á vinnu nemandans yfir önnina og er tilgreint nánar í námsáætlun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu.
Ritgerðarsmíð og heimildavinnu.
Notkun forns menningararfs í nútímasamfélagi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Vinna að heimildaritgerðum og hvers kyns texta þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og koma efninu á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli.
Skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli.
Flytja af öryggi vel uppbyggða kynningu á krefjandi efni.
Lesa sér til gagns og gamans texta á fornu íslensku máli.
Nota upplýsingatækni við nám sitt.
Að rita íslenskt mál samkvæmt reglum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Skrifa skýran og vel uppbyggðan texta.
Beita málinu á viðeigandi og árangursríkan hátt við mismunandi aðstæður.
Taka þátt í málefnalegum umræðum, byggja upp skýra röksemdafærslu, tjá afstöðu og efasemdir um efnið og komast að niðurstöðu.
Túlka texta fornbókmennta og þekkja mun á fornu og nútímamáli.
Vinna að skapandi verkefnum í tengslum við námsefnið og sýna töluverð tilbrigði í málnotkun.
Sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og upplýsinganotkun.