Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Líkamsrækt og heilsa A
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái sem fjölbreyttasta hreyfingu sem reynir hæfilega á hjarta- og æðakerfið, vöðvastyrkingu og viðhaldi liðleika. Lögð er áhersla á Interval þjálfun með æfingarkerfum eins og tabata, kross-fit og stöðvahring, sem henta vel…
Námsmat er að mestu leyti byggt á ástundun og hæfni nemenda til að tileinka sér þekkingu og leikni ásamt líkamlegum mælingum sem eru í samræmi við það sem unnið er með hverju sinni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Ræktun líkama og sálar.
Mikilvægi hreyfingar með tilliti til heilsueflingar og vellíðunar.
Gildi hreyfingar fyrir líffærakerfi líkamans.
Hvers virði hæfileg hreyfing er með tilliti til góðs ífsstíls til framtíðar.
Æskilegri næringu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Setja sér raunhæf markmið varðandi hreyfingu.
Taka á markvissan og fjölbreyttan hátt þátt í þol- og styrktaræfingum.
Rækta með sér jákvætt viðhorf til líkamsræktar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Meta líkamlega, andlega og félagslega stöðu sína.
Stunda þolþjálfun, þekkja greinarmun á loftháðri- og loftfirrtri þoluppbyggingu.
Stunda styrktarþjálfun.
Nærast á heilbrigðan hátt – með vitneskju um skaðsemi of- og vanneyslu.
Forðast lífsstíl sem leitt getur til áunninna sjúkdóma – lífsstílssjúkdóma.
Stunda reglulega líkamsrækt með áherslu á heilsuna – ”líkami fyrir lífið”.