JARÐ2AJ05

Almenn jarðfræði

  • Einingar5

Grunnáfangi í jarðfræði þar sem lögð er áhersla á meginatriði í jarðfræði á flekamörkum með áherslu á sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu tilliti. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir jarðfræðileg gögn. Unnið er með heimildir…

  • Grunnáfangi í jarðfræði þar sem lögð er áhersla á meginatriði í jarðfræði á flekamörkum með áherslu á sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu tilliti.
  • Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir jarðfræðileg gögn.
  • Unnið er með heimildir á neti, í tímaritum og bókum.
  • Niðurstöður úr verkefnavinnu eru kynntar í stuttum fyrirlestrum og skýrslum.

Lokapróf, hlutapróf, einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópverkefni, fyrirlestrar, veggspjöld, myndbönd, ritgerðir, vettvangsferðir, verklegar æfingar.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Landmótun vegna eldgosa, jarðskjálfta og landreks.

  • Mismunandi kvikugerðum.

  • Sögu þekktra eldfjalla hér á landi og annars staðar.

  • Eðli jökla.

  • Landmótun jökla og vatnsfalla og landmótun af völdum vinda og vatns í víðu samhengi.

  • Jarðsögu Íslands.

  • Jarðskjálftum.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina berg og steindir.

  • Meta líkindi jarðfræðilegra atburða og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra.

  • Þekkja sögu og myndun fjalla í umhverfi sínu.

  • Lesa í umhverfi sitt með tilliti til veðurfars og landmótunarsögu.

  • Setja upp, lesa og túlka gögn á myndrænu formi.

  • Nota gögn og heimildir í raunvísindum.

  • Lesa upplýsingar úr töflum og gögnum á myndrænu formi.

  • Setja fram og túlka kort og gröf.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar.

  • Meta á gagnrýninn hátt og taka rökstuddar ákvarðanir er varða umgengni í náttúru, verndun og nýtingu.

  • Geta á sjálfstæðan hátt aflað sér upplýsinga um náttúruvísindalegt efni og meta það á gagnrýninn hátt.

  • Beita þekkingu sinni til að skilja náttúruvísindalegar upplýsingar sem koma fram í fjölmiðlum og daglegri umfjöllun.

  • Skilja mikilvægi þessa að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu.

  • Gera sér grein fyrir ógnum í náttúrunni og viðbrögðum við þeim.

  • Geta metið gildi náttúrunnar fyrir samfélagið og einstaklinginn.

  • Beita öllum algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og gerð náttúrufyrirbæra.

  • Lesa landfræðilegar upplýsingar úr kortum.