Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Almenn jarðfræði
Grunnáfangi í jarðfræði þar sem lögð er áhersla á meginatriði í jarðfræði á flekamörkum með áherslu á sérstöðu Íslands í jarðfræðilegu tilliti. Nemendur vinna verkefni, sjálfstætt og í hópum þar sem lögð eru fyrir jarðfræðileg gögn. Unnið er með heimildir…
Lokapróf, hlutapróf, einstaklingsverkefni, paraverkefni, hópverkefni, fyrirlestrar, veggspjöld, myndbönd, ritgerðir, vettvangsferðir, verklegar æfingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Landmótun vegna eldgosa, jarðskjálfta og landreks.
Mismunandi kvikugerðum.
Sögu þekktra eldfjalla hér á landi og annars staðar.
Eðli jökla.
Landmótun jökla og vatnsfalla og landmótun af völdum vinda og vatns í víðu samhengi.
Jarðsögu Íslands.
Jarðskjálftum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina berg og steindir.
Meta líkindi jarðfræðilegra atburða og gera sér grein fyrir afleiðingum þeirra.
Þekkja sögu og myndun fjalla í umhverfi sínu.
Lesa í umhverfi sitt með tilliti til veðurfars og landmótunarsögu.
Setja upp, lesa og túlka gögn á myndrænu formi.
Nota gögn og heimildir í raunvísindum.
Lesa upplýsingar úr töflum og gögnum á myndrænu formi.
Setja fram og túlka kort og gröf.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Gera sér grein fyrir samhengi í náttúrunni út frá þeim ferlum sem stýra gangi náttúrunnar.
Meta á gagnrýninn hátt og taka rökstuddar ákvarðanir er varða umgengni í náttúru, verndun og nýtingu.
Geta á sjálfstæðan hátt aflað sér upplýsinga um náttúruvísindalegt efni og meta það á gagnrýninn hátt.
Beita þekkingu sinni til að skilja náttúruvísindalegar upplýsingar sem koma fram í fjölmiðlum og daglegri umfjöllun.
Skilja mikilvægi þessa að sýna umhverfi sínu og náttúru virðingu.
Gera sér grein fyrir ógnum í náttúrunni og viðbrögðum við þeim.
Geta metið gildi náttúrunnar fyrir samfélagið og einstaklinginn.
Beita öllum algengustu hugtökum og heitum í jarðfræði í umfjöllun sinni um myndun og gerð náttúrufyrirbæra.
Lesa landfræðilegar upplýsingar úr kortum.