LÍFF2AL05(01)

Almenn líffræði

  • Einingar5

Byrjunaráfangi í líffræði þar sem fjallað er um helstu viðfangsefni líffræðinnar, farið yfir grunnhugtök og líffræðilega ferla og fjölbreytileiki lífvera kynntur. Skoðað verður samspil milli lífvera og umhverfis. Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, helstu sameiginleg einkenni…

  • Byrjunaráfangi í líffræði þar sem fjallað er um helstu viðfangsefni líffræðinnar, farið yfir grunnhugtök og líffræðilega ferla og fjölbreytileiki lífvera kynntur.
  • Skoðað verður samspil milli lífvera og umhverfis.
  • Helstu efnisþættir eru: líffræði sem fræðigrein og undirflokkar hennar, helstu sameiginleg einkenni lífvera, efni og helstu efnaferlar í lífverum, bygging og starfsemi fruma, fjölbreytileiki og flokkun lífvera, grundvallaratriði vistfræðinnar, æxlun lífvera, grundvallaratriði erfða og helstu kenningar um þróun.
  • Áfanginn er byggður upp á fyrirlestrum, verklegum æfingum og skýrsluskrifum, flutningi á nemendafyrirlestri og önnur tilfallandi verkefni, ýmist einstaklings- eða hópavinnu.

Verkefni, nemendafyrirlestur, skýrslur úr verklegum æfingum og hlutapróf. Áfanga lýkur með lokaprófi úr námsefni vetrarins.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnhugtökum líffræðinnar og sérstöðu.

  • Almennum rannsóknaraðferðum greinarinnar.

  • Tengslum einstakrar náttúru- og raungreina við heilbrigði og velferð.

  • Órofa samspil náttúru, umhverfis, efnahags og samfélags.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Setja fram og túlka einfaldar myndir og gröf.

  • Vinna sjálfstætt við framkvæmd verklegra æfinga og geta útskýrt niðurstöður út frá fyrirmælum eða verkseðli.

  • Tengja á milli stærðfræði og raungreina til úrlausnar verkefna.

  • Velja og nýta sér heimildir við skriftir.

  • Tengja sjálfbærni við ferli í náttúrunni.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Leggja gróft mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt.

  • Tengja undirstöðuþekkingu í líffræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar.

  • Afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum.

  • Nota smásjá og víðsjá við skoðun lífvera.

  • Sýna sjálfstæði við að miðla niðurstöðum úr verklegum æfingum og geta útskýrt og dregið ályktun af niðurstöðunum.

  • Geta tengt saman efnisþætti við úrlausn viðfangsefna.

  • Beita skipulegum aðferðum og skráningu við úrlausnir verkefna.

  • Tengja þætti einstakra náttúru- og raungreina við daglegt líf, eigið heilbrigði og umhverfi.

  • Ræða og útskýra sjálfbærni á lýðræðislegan og fordómalausan hátt.