Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Lífeðlisfræði
Í áfanganum er fjallað um lífeðlisfræði mannslíkamans. Líffæri og líffærakerfi eru til umfjöllunar og starfsemi þeirra. Samanburður er gerður á starfsemi mannslíkamans og annarra spendýra. Farið er í vefjafræði, hjartað og æðakerfið, ónæmiskerfið, meltingarkerfið og öndun. Kennslan fer fram með…
Lokapróf og vinnueinkunn sem er samsett úr verkefnavinnu (einstaklings og hópa), verklegum æfingum og hlutaprófum.
LÍFF2AL05.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Tengslum og samspil líffærakerfa og lífeðlisfræði spendýra.
Sérhæfðum orðaforða lífeðlisfræðinnar á íslensku og erlendri tungu.
Þáttum er varða heilbrigði og velferð.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Lestri lífeðlisfræðilegra upplýsinga úr texta og myndum.
Að skilja samspil mismunandi líffærakerfa við stjórn líkamsstarfseminnar.
Koma frá sér niðurstöðum á vísindalegan hátt.
Meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans.
Öflun frekari upplýsinga á sjálfstæðan hátt.
Beitingu ýmiss konar tækja og tóla við verklegar æfingar til að dýpka skilning sinn á námsefninu.