LÍFS1NV01

Námsval og samfélag

  • Einingar1

Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélagið. Lögð er áhersla á að kynna fyrir nemendum námsframboð og námsleiðir í háskólum hérlendis og erlendis. Nemendur fá einnig fræðslu í ýmiss konar forvörnum. Þeim eru…

  • Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta daglegt líf og tengsl nemenda við samfélagið.
  • Lögð er áhersla á að kynna fyrir nemendum námsframboð og námsleiðir í háskólum hérlendis og erlendis.
  • Nemendur fá einnig fræðslu í ýmiss konar forvörnum.
  • Þeim eru kynntar ýmsar stofnanir í samfélaginu.
  • Auk þess verður sjónum beint að álitamálum líðandi stundar er snerta lýðræði og/eða mannréttindi.

Áfanginn er próflaus.

    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • Námsframboði og námsleiðum sem í boði eru eftir framhaldsskóla.

  • Námstækni og mikilvægi markmiðasetninga.

  • Gildi réttra ákvarðana í lífinu.

    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • Greina og meta aðstæður í samfélaginu þar sem álitamál er lúta að lýðræði og mannréttindum ber á góma.

  • Skoða námsframboð og námsleiðir í háskóla.

  • Nýta sér upplýsingar um forvarnir og heilsueflingu.

  • Bera virðingu fyrir sjálfum sér.

  • Sýna umburðalyndi, samhygð og virðingu fyrir öðrum.

  • Taka þátt í jafnréttisumræðu.

    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • Bera ábyrgð á eigin ákvarðanatöku.

  • Taka ábyrgð á eigin námi.

  • Nýta styrkleika sína sem best.

  • Auka færni sína í mannlegum samskiptum.

  • Meta og gera grein fyrir kostum og göllum ýmissa álitamála í samfélaginu er lúta að lýðræði og mannréttindum.