Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Sjónlistir
Áfanginn einkennist af því að kynna fyrir nemendum mismunandi svið sjónlista. Þeir læra grunntækni í myndlist með tengingu við samtímalist og málefni líðandi stunda. Í áfanganum er unnið með mismunand aðferðir sjónlista eftir fjölbreyttum þemum. Mikil áhersla er lögð á…
Metin verður virkni í kennslustundum og heimaverkefnum og fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Engin skrifleg lokapróf eru í áfanganum. Metið er fyrir tækni, virkni, skapandi og greinandi þátttöku. Ábyrgð og sjálfstæði í verkefnum verður metið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Grunnatriðum í teikningu, litafræði og formfræði.
Grunnatriðum í fjarvíddarteikningu.
Grunnatriði í einföldum portrait teikningum og sjálfsmyndum með ýmsum aðferðum.
Grunnatriðum í meðferð og málun með akrylmálningu á striga.
Mismunandi verkfærum og mismunandi tækni, mismunandi sviðum sjónlista.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Vinna með grunnatriði í myndlist, s.s. teikna einföld form og skyggja, búa til fjarvídd, myndfleti o.fl.
Nýta skissubók fyrir skráningu hugmynda.
Nýta sér mismunandi svið sjónlista til listsköpunar.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Þróa eigin hugmyndir út frá kveikjum og tækni.
Koma auga á hugmyndir í umhverfi.
Ræða og rökstyðja hugmyndir sínar og skoðanir.
Beita gagnrýnni og skapandi hugsun.
Nýta aðferðir sjónlista til að tjá skoðanir sínar.
Fylgja hugmynd til framkvæmdar og auka sköpunarkjark.