LIGR2SL05
Sjónlistir
- Einingar5
Áfanginn einkennist af því að kynna fyrir nemendum mismunandi svið sjónlista. Þeir læra grunntækni í myndlist með tengingu við samtímalist og málefni líðandi stunda. Í áfanganum er unnið með mismunand aðferðir sjónlista eftir fjölbreyttum þemum. Mikil áhersla er lögð á…
- Áfanginn einkennist af því að kynna fyrir nemendum mismunandi svið sjónlista.
- Þeir læra grunntækni í myndlist með tengingu við samtímalist og málefni líðandi stunda.
- Í áfanganum er unnið með mismunand aðferðir sjónlista eftir fjölbreyttum þemum.
- Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda og þátttöku í kennslustundum.
- Kennsluhættir áfangans eru með þeim hætti að áhersla er lögð á grunnhugmyndir fagmiðaðrar myndlistakennslu þar sem nemendur rannsaka, skapa, sýna, tjá og túlka.
- Í öllum verkefnum er lögð áhersla á að nemendur geti tekið þátt í umræðum og greint niðurstöður sínar.
- Áfanginn inniheldur lita- og formfræði, vinnu með pósitívur og negatívur.
- Unnið er með litahring Ittens í litablöndun og hvernig má framkalla þrívídd með skyggingu og blöndun lita og tóna.
- Unnið er með aðferðir í farvíddar í myndfleti og nemendur læra forsendur eins-, tveggja- og þriggjapuntka fjárvíddar.
- Nemendur mála mynd á striga og nýta sér aðferðir úr lita- og formfræði og að vinna með akrylmálningu.
- Nemendur vinna portrait teikningar og teikna sjálfsmyndir með ýmsum aðferðum. Nemendur læra að vinna í skissubók.
- Lokaverkefni nemenda er að þeir velja sér gildi, aðferð og miðil til að vinna með í lokaverkefni sem verður til sýningar í lok annarinnar.
- Farið verður í heimsókn á sýningar og verkefni unnin á staðnum eða út frá sýningunum.
Metin verður virkni í kennslustundum og heimaverkefnum og fjölbreytt verkefni eru metin jafnt og þétt yfir önnina. Engin skrifleg lokapróf eru í áfanganum. Metið er fyrir tækni, virkni, skapandi og greinandi þátttöku. Ábyrgð og sjálfstæði í verkefnum verður metið
Grunnatriðum í teikningu, litafræði og formfræði.
Grunnatriðum í fjarvíddarteikningu.
Grunnatriði í einföldum portrait teikningum og sjálfsmyndum með ýmsum aðferðum.
Grunnatriðum í meðferð og málun með akrylmálningu á striga.
Mismunandi verkfærum og mismunandi tækni, mismunandi sviðum sjónlista.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Vinna með grunnatriði í myndlist, s.s. teikna einföld form og skyggja, búa til fjarvídd, myndfleti o.fl.
Nýta skissubók fyrir skráningu hugmynda.
Nýta sér mismunandi svið sjónlista til listsköpunar.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Þróa eigin hugmyndir út frá kveikjum og tækni.
Koma auga á hugmyndir í umhverfi.
Ræða og rökstyðja hugmyndir sínar og skoðanir.
Beita gagnrýnni og skapandi hugsun.
Nýta aðferðir sjónlista til að tjá skoðanir sínar.
Fylgja hugmynd til framkvæmdar og auka sköpunarkjark.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: