Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Ritlist
Um er að ræða áfanga þar sem nemendur fá leiðsögn og tækifæri til að skrifa ýmsar gerðir ritsmíða er ekki falla undir hefðbundin akademísk skrif (t.d. heimildaritgerðir). Áhersla verður lögð á ritsmíðar á borð við sögur, smásögur og blaðagreinar eða…
Símat. Öll vinna í áfanganum gildir til einkunnar.
Íslenska á þriðja þrepi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu formgerðum ritsmíða.
Gæðum ritaðs og talaðs máls.
Helstu hugtökum er varða myndmál og stíl.
Sjónarhorni, frásagnaaðferðum og persónusköpun.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Greina helstu frásagnaraðferðir og formgerðir ritsmíða.
Skrifa skýran texta.
Byggja ritsmíðar sínar upp á skipulegan hát.
Skapa sér persónulegan stíl og rödd í skrifum.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Velja form ritsmíða sem hentar hverju sinni.
Skrifa texta sem kemur hugsun höfundar skýrt á framfæri.
Rýna í eigin skrif og annarra.
Nýta sögugerð í miðlun eigin hugmynda.
Nýta sér aðferðir ritlistar til sköpunar.