Starfsfólk VÍ
Fréttir frá alþjóðasamstarfinu
Komdu í heimsókn á bókasafnið
Fjarnám
Byggingarlist, höggmyndir, listasaga, myndmennt
Námefni áfangans eru helstu stefnur og straumar og listamenn í vesturheimi á sviði mynd-, höggmynda- og byggingarlistar frá upphafi til okkar daga. Kennsla byggist á fyrirlestrum kennara þar sem námsefnið er reifað og hugtök útskýrð. Þá eru umræður og loks…
Í áfanganum er lokapróf en vinnueinkunn er gefin út frá annarprófum, smærri æfingum, fyrirlestraverkefnum nemenda og virkni nemenda og þátttöku.
Æskilegt að hafa tekið einn til tvo áfanga í sögu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Helstu stíleinkennum í mynd-, höggmynda- og byggingarlist í vesturheimi.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Meta fjölbreytilega ásýnd lista.
Skiptast á skoðunum um sjónlistir.
Vinna úr heimildum á skipulegan hátt.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Fjalla um eðli lista.
Setja fram röksemdir fyrir skoðunum sínum.
Bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af listasögunni.
Nálgast verkefni á faglegan og sjálfstæðan hátt.
Vera læs á listmenningu og sögulega þróun hennar.
Stunda háskólanám í listgreinum.
Beita upplýsingatækni í þekkingarleit sinni.